Jemen: Krefjumst þess að vopnaflutningur til Sádi-Arabíu og bandamanna þeirra verði stöðvaður!

Íbúar Jemen upplifa hræðilegar afleiðingar stríðsátaka í landinu. Tugir þúsunda hafa látist og særst en yfir 22 milljónir eru hjálparþurfi. Tíðar árásir Sádi-Araba og bandamanna þeirra á sjúkrahús gera hörmungarástandið enn verra og Sameinuðu þjóðirnar óttast að 14 milljónir Jemena lifi í hungursneyð.

Íbúar Jemen upplifa hræðilegar afleiðingar stríðsátaka í landinu. Tugir þúsunda hafa látist og særst en yfir 22 milljónir eru hjálparþurfi. Tíðar árásir Sádi-Araba og bandamanna þeirra á sjúkrahús gera hörmungarástandið enn verra og Sameinuðu þjóðirnar óttast að 14 milljónir Jemena lifi í hungursneyð.

Það eru þrjú og hálft ár síðan blóðug átök brutust út í Jemen. Allir aðilar stríðsátakanna hafa gerst sekir um brot á alþjóðalögum en loftárásir leiddar af Sádi-Aröbum og bandamönnum þeirra hafa orðið þúsundum að bana. Heimili, skólar, sjúkrahús, vegir og verksmiðjur hafa verið jöfnuð við jörðu.

Rannsóknir á vegum Amnesty International leiða í ljós alvarleg brot á alþjóðalögum og fundist hafa sannanir þess að sprengjur framleiddar af Bretum hafi m.a. gjöreytt verksmiðjum í landinu. Rannsóknirnar sýna einnig fram á að klasasprengjur framleiddar í Bretlandi hafi verið notaðar en klasasprengjur eru bannaðar samkvæmt alþjóðlegum lögum. Sprengjum framleiddar í vestrænum ríkjum hefur verið varpað á skólabörn um borð í skólabílum. Í sumum tilfellum hefur sprengjuárásum verið beint sérstaklega að almennum borgurum eða almenningsstöðum.

Nú þegar hafa ríki á borð við Þýskaland, Holland og Noreg takmarkað sölu vopna til bandalags Sádi-Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmanna en ríki eins og Bandaríkin, Bretland, Spánn og Kanada eru enn að útvega þessum ríkjum vopn án nokkurra takmarkanna.

SMS-félagar krefjast þess að Bretar stöðvi vopnaflutning til Sádi-Arabíu og bandamanna þeirra, dragi úr þjáningu almennra borgara og að þeim skilaboðum verði komið til Sádi-Arabíu og bandamanna þeirra að áframhaldandi brot á mannréttindum og alþjóðalögum verði ekki liðin.

Ákall þetta verður sent á bresk yfirvöld.

Skráðu þig í sms-aðgerðanetið hér.