Chen Pinlin er leikstjóri heimildamyndarinnar Urumqi Middle Road (乌鲁木齐中路), sem fjallar um friðsamlegu mótmælahreyfinguna White Paper Movement.
Skráðu þig í SMS-aðgerðanetið hér.
Hreyfingin mótmælti stefnu Kína á tímum kórónuveirufaraldursins sem einkenndist af langvarandi útgöngubönnum, strangri ritskoðun og eftirliti.
Chen birti heimildamyndina á ársafmæli hreyfingarinnar. Hann var handtekinn 5. janúar 2024 og er í haldi í Baoshan-fangelsinu í Sjanghaí og ákærður fyrir að „skapa rifrildi og egna til átaka”. Hann á yfir höfði sér fimm ára fangelsisdóm ef sakfelldur.
SMS-félagar krefjast þess að Chen Pinlin verði tafarlaust leystur úr haldi án skilyrða.

