Kína: Úígúri í haldi fyrir að birta myndband af mótmælum

Kamile Wayit, Úígúri og nemi í Henan í Kína var handtekin af lögreglu þann 12. desember 2022 þegar hún kom heim í frí til Atush í Xikiang héraði.

Í nóvember sama ár hafði hún birt myndband á samfélagsmiðlinum WeChat af A4 mótmælunum sem áttu sér stað víðs vegar í Kína eftir bruna í íbúðabyggingu  í Urumqi þar sem 10 einstaklingar létu lífið. Stuttu síðar fékk faðir Kamile símtal frá lögreglunni og í kjölfarið eyddi hún færslunni.

Kamile hefur nú verið í haldi í fjóra mánuði án samskipta við fjölskyldu sína eða lögfræðing að eigin vali. Hætta er á því að hún sæti pyndingum eða annarri illri meðferð.

SMS-félagar krefjast þess að Kamile verði leyst úr haldi umsvifalaust nema fyrir liggi fullnægjandi sönnunargögn um að hún hafi framið refsivert brot  samkvæmt alþjóðalögum.

Kamile Wayit