Kólombíska ríkisstjórnin verður að gera sitt til að sannleikurinn komi í ljós í sambandi við morðin á átta meðlimum friðarsamfélags San José de Apartadó, Antioquia deildinni, þann 21. febrúar og yfir 150 önnur morð og “mannshvörf” meðlima á undanförnum átta árum.
Kólombíska ríkisstjórnin verður að gera sitt til að sannleikurinn komi í ljós í sambandi við morðin á átta meðlimum friðarsamfélags San José de Apartadó, Antioquia deildinni, þann 21. febrúar og yfir 150 önnur morð og “mannshvörf” meðlima á undanförnum átta árum.
Í mars á þessu ári ásakaði Uribe forseti landsins nokkra af leiðtogum friðarsamtakanna í San José de Apartadó um að vera hjálparhellur skæruliðasamtakanna Byltingarherafl Kólombíu (Fuerzas Armadas Revolucionarias de Colombia (FARC)), og að leitast við að hindra réttlæti. Hann sagði einnig að herinn ætti að leggja til atlögu eftir innan við 20 daga.
Ásakanir á hendur meðlimum friðarsamfélagsins um samráð við skæruliðasamtök setur þá í aukna hættu á árásum frá vopnuðum sveitum, sem notið hafa þjálfunar hersins. Þessar yfirlýsingar, sem og ummæli varnarmálaráðherrans, þar sem hann vísar á bug ábyrgð hersins í fjöldamorðunum í febrúar, vekja áhyggjur um að að nákvæm og hlutlaus rannsókn á morðunum muni ekki fara fram.
Sjónarvottur sagði að þeir sem frömdu fjöldamorðin hefðu litið út eins og hermenn í kólombíska hernum. Samkvæmt öðru vitni, sögðu hermennirnir við íbúana á staðnum eftir drápin, að ef drápin hefðu ekki orðið opinber hefðu þeir drepið fleiri óbreytta borgara, og að fórnarlömbin átta hefðu verið “dauðir skæruliðar” (“puro guerrillero muerto”).
Áríðandi er að gerð sé nákvæm og óhlutdræg rannsókn til þess að svipta hulunni af þeim sem frömdu þessi fjöldamorð og hvort kólombíski herinn hafi verið viðriðinn. Þetta er sérstaklega mikilvægt ljósi þeirrar staðreyndar að hernaðaraðgerðir höfðu verið í undirbúningi á San José de Apartadó svæðinu nokkrum dögum fyrir morðin.
Allar rannsóknir á slíkum glæpum verða að vera inntar af hendi af borgaralegu réttarkerfi, en ekki herréttum, sem hvað eftir annað hafa látið hjá líða að draga fyrir dóm meðlimi heraflans sem flæktir hafa verið í alvarleg mannréttindarbrot, jafnvel þar sem sönnunargögnin liggja fyrir. Aðeins tveir eru í varðhaldi fyrir yfir 150 morð sem framin hafa verið í átökum á undanförnum átta árum, aðallega af herþjálfuðum sveitum. Rannsóknirnar verða einnig að gera ráðstafanir, sem tryggja öryggi þeirra sem bera vitni fyrir rétti.
Fullyrðingar Uribe forseta að Friðarsamfélagið hafi ekki unnið með réttarkerfinu, ganga í bága við þá staðreynd að Friðarsamfélagið hefur átt í samfelldum samræðum við kólombískar stjórnir í málefnum varðandi öryggi samfélagsins, og til að tryggja óhlutdrægar rannsóknir á endurteknum drápum og “mannshvörfum”.
Núverandi stjórnkerfi hefur hvað eftir annað synjað fólki um þau réttindi að standa utan við átökin og hefur með virkum hætti leitast við að blanda óbreyttum borgurum inn í átökin. Þetta eykur hættuna á að berskjölduð borgaraleg samfélög verði fyrir árásum skæruliða, sem hvað eftir annað hafa brotið þau alþjóðlegu mannréttindalög sem kveða á um að að gera verði greinarmun á bardagamönnum og óbreyttum borgurum.
Eina leiðin til langtímaverndar meðlima Friðarsamfélags San José de Apartadó er að binda endi á refsileysið sem verndað hefur þá sem bera ábyrgð á mannréttindabrotum og misþyrmingum á íbúunum.
Forsaga málsins
Í þau átta ár sem Friðarsamfélag San José de Apartadó hefur starfað, hefur það ævinlega krafist þess að þeir, sem taka þátt í átökum, virði þau réttindi almennra borgara að vera ekki dregnir inn í illdeilurnar. Í þessum tilgangi hafa þau krafist þess að bardagamenn haldi sig fyrir utan íbúasvæði og landbúnaðarsvæði. Á móti hafa öryggissveitir og öldungadeild þingsins og opinberir embættismenn sakað samtökin um niðurrifsstarfsemi. Fyrir sitt leyti, hefur FARC túlkað neitun Friðarsamfélagsins til samvinnu, sem samstarf með óvininum.
Almennir borgarar á bardagasvæðum hafa í auknum mæli dregist inn í átökin gegn eigin vilja, þar sem bæði skæruliðar og stjórnarherinn ásamt herþjálfuðum sveitum tengdum hernum, hafa krafist stuðnings þeirra og samvinnu. Stuðningur við annan aðilann í hernaðarátökum, þó að slíkur stuðningur sé veittur af illri nauðsyn, er iðulega svarað með refsiaðgerðum hins aðilans. Til að tryggja að þau geti staðið utan við átök, hafa sum samfélög tekið sig saman á undanförnum árum og krafist þess að ágreiningsaðilar virði rétt þeirra til afstöðuleysis og rétt þeirra til lífs sem óbreyttir borgarar.
Sum þessarar samfélaga hafa skilgreint sig sem Friðarsamfélög og skuldbundið sig til þess að bera hvorki vopn né útvega upplýsingar eða styðja skipulagningu aðila að átökunum. Í staðinn krefjast þau að ágreiningsaðilar komi ekki inn fyrir landsvæði þeirra, og virði rétt þeirra til lífs, stöðu þeirra sem borgara og ákvörðun þeirra að taka hvorki þátt né vinna með stríðsaðilum.
Árið 2000 samþykkti ríkisstjórnin að koma á legg stjórnskipaðri réttarfarsnefnd sem átti að rannsaka drápin og “mannshvörfin” á meðlimum Friðarsamfélagsins, og tryggja að þeir sem bæru ábyrgð væru dregnir fyrir rétt, en hefur lítið orðið ágengt. Þeir sem báru vitni fyrir nefndinni hafa sjálfir orðið fyrir barðinu á alvarlegum mannréttindabrotum eða þvingunum öryggissveitanna, á meðan aðrir sem hafa fordæmt mannréttindabrot hafa þurft að sæta ógnunum.
Þann 15. apríl 2004 samþykkti stjórnlagadómstóll tilskipun um vernd á grundvallarréttindum (acción de tutela) fyrir hönd Friðarsamfélagsins. Dómstóllinn bað kólombíska ríkið að tryggja öryggi Friðarsamfélagsins eftir samþykktum Sam-ameríska mannréttindadómstólsins um bráðabirgðavernd, útgefnum árið 2000, og ítrekuðum árið 2004. Þar er tilgreint að kólombíska ríkið verði að taka með í reikninginn stöðu samfélagsins þegar bráðabirgðaverndinni er komið á.
Amnesty International hvetur kólombísku stjórnina að virða til fullnustu skilmála bráðabirgðaverndarinnar útgefinni af Sam-ameríska dómstólnum og að tryggja, að meðlimir Friðarsamfélagsins dragist ekki framar inn í átökin.
Árið 2004, hvatti Sam-ameríski mannréttindadómstóllinn kólombísku stjórnina að: “… krefja kólombíska ríkið að innleiða samstundis hvers kyns vernd sem nauðsynleg er til að tryggja að fólk njóti góðs af og geti haldið áfram að lifa á sínum vanalega dvalarstað.” Og “… krefja kólombíska ríkið að heimila þátttöku gerðarbeiðanda við að leggja á ráðin og hjálpa við að koma verndinni á.”
Ákvörðun Sam-ameríska mannréttindadómstólsins um að koma á bráðabirgðavernd, fyrir hönd Friðarsamfélagsins, var fylgt eftir með lýsingu Sam-amerísku mannréttindanefndarinnar þann 3. október 2000 á þá leið að krafa Friðarsamfélagsins um að bardagamenn héldu sig fyrir utan íbúðasvæði þeirra yrði virt: “Að bráðabirgðaverndin yrði sameiginlega samþykkt af ríkinu og meðlimum samtakanna sem og gerðarbeiðanda. Í þeim skilningi, og til þess að tryggja árangur og mikilvægi, er nauðsynlegt að íhuga þá samhæfni þeirrar bráðabirgðaverndar sem í boði er við þá reynslu sem við höfum af Friðarsamfélaginu, vegna þess að persónuleg og vopnuð vernd þessa fólks gæti sett í hættu þær meginreglur sameiginlegs hlutleysis og mannúðarlegs svæðis sem einkennir þeirra tilvist og getið af sér ofbeldisfull andsvör af vopnuðum mönnum á svæðinu.”
Í yfirlýsingu sem send var út 22. mars, kallaði skrifstofa yfirstjórnarnefndarmanns Sameinuðu þjóðanna í Kólombíu á kólombíska ríkið að aðlaga sig að öllum öryggisaðgerðum til að vernda meðlimi friðarsamtaka San José de Apartadó, í samræmi við bráðabirgðaverndina sem gefin var út af sam-ameríska mannréttindadómstólnum.
