Íslandsdeild Amnesty International kemur „böndum á vopnin“ við styttuna af Leifi Eiríkssyni laugardaginn 24. júní á Skólavörðuholti, kl. 15. Vopn Leifs verða þar bundin til að vekja athygli á herferð samtakanna, “Komum böndum á vopnin” og ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um vopnaviðskipti, sem hefst mánudaginn 26. júní.
Íslandsdeild Amnesty International kemur „böndum á vopnin“ við styttuna af Leifi Eiríkssyni laugardaginn 24. júní á Skólavörðuholti, kl. 15. Vopn Leifs verða þar bundin til að vekja athygli á herferð samtakanna, “Komum böndum á vopnin” og ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um vopnaviðskipti, sem hefst mánudaginn 26. júní.
Markmiðið er að vekja athygli almennings og fjölmiðla á þessu brýna baráttuefni.
Stöðva þarf vopnaflæðið
Frá því að herferðin ,,Komum böndum á vopnin” hófst í október 2003, hafa ríkisstjórnir 45 landa lýst yfir stuðningi við gerð vopnaviðskiptasáttmála sem hefur þann tilgang að styrkja eftirlit með vopnaviðskiptum og koma í veg fyrir ólöglega vopnasölu. Nauðsyn á alþjóðlegum vopnaviðskiptasáttmála er brýn ef koma á í veg fyrir að vopn falli í rangar hendur og stuðli að alvarlegum mannréttindabrotum og brotum á mannúðarlögum.
Samþykkt alþjóðlegs vopnaviðskiptasáttmála mun tryggja að vopn verði ekki seld til landa þar sem mannréttindabrot eru í hámarki og hætta á vopnuðum átökum.
Milljón andlita áskorunin
Rúmlega milljón einstaklingar frá 160 löndum hafa nú þegar gefið mynd af sér til
,, Milljón andlita áskorunarinnar” (www.controlarms.org ) sem er stærsta myndasafn í heimi, og hvatt leiðtoga heimsins til að taka harðar á vopnasölu. Safnið verður afhent á fundi Sameinuðu þjóðanna og endurspeglar það að ein milljón manna hafa látið lífið af völdum vopna frá síðasta fundi samtakanna um málefnið árið 2001.
