Kúba: leysa þarf tafarlaust alla samviskufanga úr haldi

Amnesty International hefur hvatt forseta Kúbu Raoul Castro til að leysa tafarlaust alla samvikufanga úr haldi. Krafa samtakanna er sett fram í kjölfar andláts samviskufangans Orlando Zapata Tamayo sem farið hafði í hungurverkall til að mótmæla aðbúnaði í fangelsinu, hann lést mánudaginn 22. febrúar 2010.

Amnesty International hefur hvatt forseta Kúbu Raoul Castro til að leysa tafarlaust alla samvikufanga úr haldi. Krafa samtakanna er sett fram í kjölfar andláts samviskufangans Orlando Zapata Tamayo sem farið hafði í hungurverkall til að mótmæla aðbúnaði í fangelsinu. Hann lést mánudaginn 22. febrúar 2010.

Dauði Orlando Zapata Tamayo er skelfileg áminning um örvæntingu samviskufanga í landinu sem misst hafa alla von um að óréttmæt fangelsisvist þeirra taki enda.

Orlando Zapata Tamayo var handtekinn í mars 2003 og í maí 2004 var hann dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar fyrir að vanvirða yfirvöld. Í maí 2009 var dómur hans þyngdur í 36 ára fangelsi.

Orlando Zapata Tamayo var einn 55 samviskufanga sem Amnesty International berst fyrir að verði leystir tafarlaust úr haldi á Kúbu.

Flestir þeirra voru handteknir í mars 2003 í fjöldahandtökum yfirvalda á pólitískum andófsmönnum. Á Kúbu eru dómstólar ekki óháðir og réttarhöld uppfylla ekki alþjóðleg viðmið um réttláta málsmeðferð. Möguleikar á því að áfrýja dómsniðurstöðum eru engar.