Stjórnarandstæðingarnir og samviskufangarnir José Daniel Ferrer og Félix Navarro voru handteknir að geðþótta á ný þann 29. apríl 2025.
Báðir höfðu verið látnir lausir á skilorði í janúar 2025 í kjölfar samningaviðræðna sem bæði stjórnvöld Bandaríkjanna og Vatíkanið komu að. José Daniel hefur ekki enn reglulegt aðgengi að lögfræðingi eða fjölskyldu sinni.
SMS-félagar krefjast þess að kúbversk yfirvöld leysi þá úr haldi tafarlaust og án skilyrða og bindi enda á notkun skilorðs til að skerða tjáningarfrelsið.
