Laugardaginn 10.október næstkomandi stendur Íslandsdeild Amnesty International fyrir táknrænni aðgerð í Smáralind til stuðnings fólki sem sætir þvinguðum brottflutningi víða í Afríku. Ljósmyndir verða til sýnis, aðgerðakortum dreift, boðið upp á heimsókn í hreysi og heitt afrískt te, og undirskriftum safnað á „hús undirskriftanna“.
Laugardaginn 10.október næstkomandi stendur Íslandsdeild Amnesty International fyrir táknrænni aðgerð í Smáralind til stuðnings fólki sem sætir þvinguðum brottflutningi víða í Afríku. Ljósmyndir verða til sýnis, aðgerðakortum dreift, boðið upp á heimsókn í hreysi og heitt afrískt te, og undirskriftum safnað á „hús undirskriftanna“.
Íslandsdeild Amnesty International skorar á alla sem geta að nýta tækifærið og leggja okkur lið þann 10.október. Aðgerðin stendur frá 13:00 til 16:00 en öll aðstoð er vel þegin þó ekki sé nema hluta tímans.
Vinsamlegast hafið samband við Bryndísi Bjarnadóttir herferða- og aðgerðastjóra Íslandsdeildar Amnesty International í síma 5 11 79 07 eða sendið póst á: bb@amnesty.is ef þið hafið tök á að leggja okkur lið, dreifa aðgerðakortum og hvetja vegfarendur til að skrifa undir á hús undirskriftanna.
Nánar um þvingaðan brottflutning
