Fátækt er eins og fangelsi sem hinir áhrifamiklu skapa hinum áhrifalausu. Milljónir eru fangar hennar vegna óréttlætis, mismununar og ójafnræðis.
Fátækt er eins og fangelsi sem hinir áhrifamiklu skapa hinum áhrifalausu. Milljónir eru fangar hennar vegna óréttlætis, mismununar og ójafnræðis. Hvort heldur með aðgerðum eða aðgerðaleysi bera stjórnvöld, stofnanir og fyrirtæki ábyrgð á réttindabrotum sem leiða til fátæktar.
Fátækt snýst ekki eingöngu um tekju- og eignaskort heldur öryggisleysi um lífsafkomu, skort á aðgengi að grunnþjónustu eins og menntun og heilsugæslu, raddleysi og útilokun. Skortur, óöryggi, útilokun og valdleysi, verka saman og halda fólki í fjötrum fátæktar, fjarri mannsæmandi lífi og mannlegri reisn.
Herferð Amnesty International, Krefjumst virðingar, er ætlað að binda enda á mannréttindabrot sem orsaka fátækt og halda fólki í fjötrum hennar.
Aðgerð Íslandsdeildar Amnesty International, Leysum fjötra fátæktar, sem haldin er þann 17.október í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi gegn fátækt, er hápunkturinn í aðgerðaviku deildarinnar.
Íslandsdeildin hvetur landsmenn til að fylkja liði og leysa fjötra fátæktar í sameiningu á Ingólfstorgi klukkan 16:00.
ALLIR VELKOMNIR.
SÝNDU SAMSTÖÐU – VERTU MEÐ!
