Amnesty International hvetur Líbíuleiðtoga, Mu’ammar al-Gaddafi, til að halda tafarlaust aftur af öryggissveitum í ljósi fregna af því að vélbyssur og önnur vopn hafi verið notuð gegn mótmælendum og fjöldi manns fallið í Benghazi, Misratah og öðrum borgum.
Amnesty International hvetur Líbíuleiðtoga, Mu’ammar al-Gaddafi, til að halda tafarlaust aftur af öryggissveitum í ljósi fregna af því að vélbyssur og önnur vopn hafi verið notuð gegn mótmælendum og fjöldi manns fallið í Benghazi, Misratah og öðrum borgum.
Sjónarvottar, lögfræðingar og heilsugæslufólk í Benghazi hafa tjáð rannsóknarfólki Amnesty International að 34 í það minnsta hafi verið skotnir á föstudaginn var. Flest skotin lentu í höfði, brjósti og hálsi. Tugir til viðbótar særðust.
Á laugardag herma fregnir að öryggissveitir hafi notað skotvopn á þúsundir syrgjenda sem söfnuðust fyrir utan byggingu Byltingarvarðanna á leið til baka frá grafreiti og hrópuðu slagorð gegn stjórnvöldum. Þeir kölluðu Byltingaverðina „slátrara“ og kröfðust þess að þeir yfirgæfu Benghazi. Talið er að tuttugu manns hafi látist. Margir særðust og voru fluttir á al-Jala spítalann og aðra spítala í Benghazi.
Heimildamenn innan al-Jala spítalans segja að flest fórnarlömbin hafi verið skotin í höfuðið, brjóstið eða hálsinn, sem bendir til þess að öryggissveitir hafi ætlað að drepa þau.
Aðrir mótmælendur voru, að sögn, drepnir þegar öryggissveitir hófu skothríð á hundruð manna sem safnast höfðu saman til mótmæla. Þeir sem tóku þátt voru meðal annars lögfræðingar, læknar og meðlimir skipulagsnefndar Abu Salim fjölskyldnanna, sem er hópur ættingja fanga sem sveitir al-Gaddafi drápu í fangelsi árið 1996, en enginn hefur enn verið sóttur til saka vegna drápanna.
Al-Gaddafi verður tafarlaust að binda enda á blóðbaðið. Hann og aðrir sem bera ábyrgð á atlögunni gegn mótmælendum mega vita að þeir verða látnir sæta ábyrgð.
LESTU MEIRA
Demanding Change In The Middle East And North Africa (News and multimedia microsite)
