Sihan Sergiwa, þingkona og baráttukona fyrir mannréttindum, hvarf sporlaust þann 17. júlí 2019 í Benghazi eftir að vopnaðir menn réðust inn á heimili hennar. Þetta var rétt eftir að hún hafði opinberlega gagnrýnt sjálfskipaðan þjóðarher Líbíu fyrir að hernema borgina Trípolí. Talið er að mennirnir tengist þessum her.
Skráðu þig í sms-aðgerðanetið hér! Sendu svo AKALL í númerið 1900 til að skrifa undir málið.
Nokkrum mánuðum síðar hefur ekkert spurst til hennar og óttast er að hún gæti sætt pyndingum og annarri illri meðferð.
Sihan Sergiwa er ein af mörgum konum í Líbíu sem hefur verið herjað á með morðum, morðtilraunum, líkamsárásum, kynferðisofbeldi, morðhótunum og rógburði á samfélagsmiðlum síðan árið 2014.
Að minnsta kosti þrjár baráttukonur fyrir mannréttindum og stjórnmálakonur hafa verið myrtar síðan þávegna vinnu sinnar. Konur sem fylgja ekki hefðbundnum hlutverkum eru sérstök skotmörk.
Við krefjumst þess að sjálfskipaði þjóðarher Líbíu leysi Siham Sergiwa úr haldi án tafar.
Við krefjumst þess einnig að Sihan Sergiwa sæti ekki pyndingum og annarri illri meðferð á meðan hún er í haldi.
