Dagana 22. janúar – 3. febrúar fór fram listaverkauppboð á vef Gallerí Fold þar sem allur ágóði rann til Amnesty International.
Listafólk gaf fjölbreytt listaverk og mátti meðal annars finna silkiþrykk, skúlptúra, teikningar og málverk meðal verkanna.
Uppboðið gekk mjög vel og söfnuðust tæpar 4,3 milljónir til mannréttindastarfsins.
Við þökkum listafólki kærlega fyrir og öllum þeim sem tóku þátt í uppboðinu ásamt Gallerí Fold sem gaf sína vinnu.
Með verkefnum af þessu tagi er von okkar að ná til nýs markhóps sem við hefðum ekki endilega náð til með okkar hefðbundna starfi en eitt af markmiðum okkar er að efla vitund um mannréttindi almennt og mannréttindabaráttuna.
Takk!

