Litum fyrir mannréttindi

Íslandsdeild Amnesty International, í samstarfi við hóp íslensks listafólks, hefur gefið út litabókina LITUM FYRIR MANNRÉTTINDI.

Í litabókinni má finna myndir af 18 einstaklingum sem berjast nú eða hafa barist fyrir mannréttindum okkar allra. Fimm myndanna eru af íslensku baráttufólki en 11 utan úr heimi. Baráttumálin og þjóðerni einstaklinga eru fjölbreytt og nú færð þú tækifæri til að lita og læra um allt það flotta fólk sem hefur tileinkað líf sitt mannréttindabaráttunni.

Í bókinni er einnig að finna fræðsluefni sem nýtist bæði foreldrum/forráðafólki og kennurum sem vilja læra um mannréttindi með ungu kynslóðinni.

Bókin er tilvalin gjöf í barnaafmælið, í jólapakkann eða til að gleðja börnin á venjulegum degi. Allur ágóði vörusölu rennur óskiptur til mannréttindastarfs Íslandsdeildar Amnesty International.

Kauptu bókina hér

LItum fyrir mannréttindi