Madagaskar: Umhverfisverndarsinni í hættu

Umhverfisverndarsinninn Angélique Decampe tekur virkan þátt í því að vernda Vohibola-skóginn á Madagaskar.

Hún tók myndir af mönnum sem stunduðu ólöglegt skógarhögg þann 5. júlí og í kjölfarið komu mennirnir heim til hennar og hótuðu henni  lífláti. Angélique er í mikilli hættu.

SMS-félagar krefjast þess að yfirvöld rannsaki líflátshótanir í hennar garð og tryggi öllum umhverfisverndarsinnum nauðsynlega vernd.