Malasía: stöðva verður misnotkun farandverkafólks

Stjórnvöld í Malasíu verða að grípa til aðgerða til að stöðva útbreidda misnotkun á farandverkafólki. Farandverkafólk verður fyrir margvíslegri misnotkun og mismunun, bæði á vinnustöðum og af hálfu lögreglu. Farandverkafólk er meira en 20 prósent af vinnuafli landsins.

Stjórnvöld í Malasíu verða að grípa til aðgerða til að stöðva útbreidda misnotkun á farandverkafólki. Farandverkafólk verður fyrir margvíslegri misnotkun og mismunun, bæði á vinnustöðum og af hálfu lögreglu. Farandverkafólk er meira en 20 prósent af vinnuafli landsins.

 

Í nýrri skýrslu Amnesty International: Trapped: The Exploitation of Migrant Workers in Malaysia, er greint frá útbreiddri misnotkun á farandverkafólki frá átta ríkjum í Suður- og Suðaustur-Asíu. Fólkið er lokkað til Malasíu með fyrirheitum um störf en í staðinn er því haldið í nauðungarvinnu.  

Farandverkafólk er mjög mikilvægt fyrir hagkerfi Malasíu, en nýtur minni lögverndar en annað verkafólk. Það er auðveld bráð fyrir ófyrirleitna umboðsmenn og ráðningaskrifstofur, atvinnurekendur og spillta lögreglu.

Innflytjendur, margir frá Bangladess, Indónesíu og Nepal, eru neyddir til að vinna við hættulegar aðstæður, oft gegn vilja sínum, og strita í 12 tíma á dag eða meira. Margir sæta auk þess niðurlægjandi athugasemdum, líkamlegu ofbeldi og kynferðislegri misnotkun.

 

Flestir greiða ráðningarfyrirtækjum verulegar fjárhæðir til að tryggja atvinnu, atvinnuleyfi og þjálfun. Þegar þeir koma til landsins, kemur oft í ljós að upplýsingar vinnumiðlaranna um störfin eru upplognar, bæði hvað varðar laun, vinnuna sjálfa og ekki síst réttarstöðu þeirra í landinu.

Flestir starfsmenn hafa tekið dýr lán og hafa einfaldlega ekki efni á að snúa aftur til heimalanda sinna. Sumir lifa við aðstæður sem líkjast nauðungarvinnu.
Næstum allir vinnuveitendur halda eftir vegabréfum starfsmanna, sem eykur hættu á handtökum og kemur í veg fyrir að farandverkafólk geti  yfirgefi vinnustaði þar sem illa er komið fram við starfsmenn.

Malasía getur og verður að gera betur við erlenda starfsmenn í landinu. Allir, óháð stöðu og uppruna eiga rétt á jafnrétti, og öruggum og sanngjörnum lífskjörum.

Amnesty International hefur áhyggjur af því að margir farandverkamenn í landinu séu fórnarlömb mansals. Ríkisstjórn Malasíu ber ábyrgð á að koma í veg fyrir slík brot. Herða þarf reglur sem ná til umboðsmanna með ráðningum og styrkja lög og reglur til verndar starfsmönnum.

Amnesty International heitir á ríkisstjórn Malasíu að gera nauðsynlegar umbætur á vinnulöggjöf og rannsaka tafarlaust brot sem eiga sér stað bæði á vinnumarkaði og innan lögreglunnar í garð innflytjenda og farandverkafólks. Einnig hvetja samtökin til þess að þeir sem ráða, flytja eða fá starfsmenn með svikum og blekkingum í því augnamiði að misnota þá verði sóttir til saka.