Þungunarrof
Þungunarrof er heilbrigðismál
Þungunarrof er læknismeðferð í því skyni að binda enda á þungun og er nauðsynleg grunnheilbrigðisþjónusta sem milljónir kvenna þurfa á að halda um heim allan. Það er grundvallarréttur fólks að fá að ákveða hvort eða hvenær það vill eignast börn og stjórnvöldum ber ekki einungis skylda til að vernda þessi réttindi heldur einnig sjá til þess að fólk geti notið þeirra með aðgengi að viðeigandi, öruggri og löglegri heilbrigðisþjónustu.
Glæpavæðing þungunarrofs kemur ekki í veg fyrir að þungaðar konur, stúlkur og fólk sækist eftir því heldur leitar þessi hópur þá annarra og hættulegra leiða til að rjúfa þungun.
Áætlað er að um 25 milljónir óöruggs þungunarrofs eigi sér stað ár hvert í heiminum. Óöruggt þungunarrof getur leitt til fötlunar, langvarandi heilsuvanda eða jafnvel dauða sem hægt væri að koma í veg fyrir með öruggu aðgengi. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni
ACT NOW
MAIN CALL TO ACTION
Hindranir
Ströng löggjöf sem hindra aðgengi að þungunarrofi grefur undan mannréttindum einstaklinga. Það er þó ekki aðeins lög sem er hindrun heldur getur fjárhagsleg staða einnig haft áhrif, hvort hægt sé að fá frí úr vinnu eða viðkomandi hafi efni á að ferðast langa vegaleng fyrir öruggt þungunarrof ef slík þjónusta er ekki í boði nálægt þeim. Einnig geta neikvæð viðhorf gert þeim sem þurfa á því að halda erfitt fyrir. Það er ekki nóg að afglæpavæða þungunarrof. Það er nauðsynlegt að draga úr félagslegum, menningarlegum og efnahagslegum hindrunum sem gera fólki erfitt að nýta frjósemisréttindi sín. Þar sem þungunarrof er löglegt og aðgengilegt eru neikvæð viðhorf minni og hægt er að fara í öruggt þungunarrof án áhættu.

Hvaða áhrif hefur algjört þungunarrofsbann?
Ákveðin lönd, þar á meðal Níkaragva, El Salvador, Andorra og Malta, beita harðneskjulegum lögum sem banna þungunarrof undir öllum kringumstæðum.
Í El Salvador hafa margar konur og stúlkur látið lífið eða verið fangelsaðar vegna bannsins. Flestar konur sem hafa verið sóttar til saka hafa verið á aldrinum 18-25 ára. Þessi grimmu lög eru miskunnarlaus og í raun ofbeldi af hálfu ríkisins.
Teodora del Carmen Vásquez fæddi andvana barn árið 2007 í El Salvador í kjölfar bráðra verkja. Lögreglan handtók hana þar sem hún lá í blóði sínu á vinnustað sínum. Teodora var dæmd í 30 ára fangelsi fyrir morð að yfirlögðu ráði þar sem hún var talin sek um þungunarrof fremur en að hafa þjáðst af vandkvæðum á meðgöngu. Í febrúar 2018 var Teodora loks leyst úr haldi eftir langa baráttu.
Stefna Amnesty International
Ný stefna Amnesty International um þungunarrof tók í gildi í september 2020 sem kom í staðinn fyrir fyrri afstöðu Amnesty International frá árinu 2007. Líkt og áður er kallað eftir því að stjórnvöld afglæpavæði þungunarrof en í stað þess að kalla eftir aðgengi að þungunarrofi í sértækum tilfellum er nú kallað eftir því að stjórnvöld tryggi löglegar og öruggar leiðir til þungunarrofs fyrir konur, stúlkur og fólk sem getur orðið barnshafandi. Aðgengi að þungunarrofi er nauðsynlegt til að geta notið mannréttinda til fulls.
Stefnan tekur mið af réttinum til heilsu, einkalífs, virðingar, öryggis, sjálfsákvarðana yfir eigin líkama, jafnrétti gagnvart lögum án mismunar, frelsi frá pyndingum og annarri illri meðferð auk kyn- og frjósemisréttinda.
Amnesty International tekur ekki afstöðu um tímamörk og setur sig ekki upp á móti því að ríki setji slík mörk. Séu sett tímamörk þarf viðmiðunin að virða mannréttindi kvenna, stúlkna og fólks sem getur orðið barnshafandi. Sem dæmi ef ríki leyfa ekki þungunarrof eftir ákveðin tímamörk þrátt fyrir að heilsa viðkomandi sé í hættu er verið að brjóta á mannréttindum.
Stefna Amnesty International um þungunarrof byggir á grundvelli mannréttinda og alþjóðlegum stöðlum. Hún er einnig studd af alþjóðasamtökum fæðingar- og kvensjúkdómalækna sem ná til lækna í 132 löndum.
Stefnan kallar á að stjórnvöld uppfylli m.a. eftirfarandi atriði:
- Viðurkenning á rétti til þungunarrofs fyrir konur, stúlkur og fólk sem getur orðið barnshafandi.
- Afglæpavæðingu þungunarrofs undir öllum kringumstæðum.
- Aðgengi að þungunarrofi sé tryggð sem hluti af heilbrigðisþjónustu án mismunar, þvingunar eða smánunar.
- Niðurfellingu skilyrða sem draga úr sjálfstæði til ákvörðunar um þungunarrof á eigin líkama eins og samþykki frá maka, foreldrum, dómurum og læknanefndum.
- Vönduð kynfræðsla og aðgengi að fullnægjandi heilbrigðisþjónustu séu tryggð.

Bakslag
Fjögur lönd hafa frá árinu 1994 samþykkt strangari lög um þungunarrof: Bandaríkin, Pólland, El Salvador og Níkaragva.
Í október 2016 hafnaði þing Póllands frumvarpi til laga sem hefðu bannað þungunarrof undir öllum kringumstæðum. Frumvarpinu var hafnað í kjölfar mikilla mótmæla sem brutust út þar í landi og víðar í heiminum. Þetta var mikill sigur fyrir pólskar konur og sýnir svart á hvítu hversu áhrifarík mótmæli og alþjóðlegur stuðningur getur verið.
Reglugerðir varðandi þungunarrof í Póllandi eru með þeim ströngustu í Evrópu. Konur og annað fólk sem getur orðið barnshafandi mega eingöngu gangast undir þungunarrof ef þungunin ógnar lífi þeirra, átti sér stað í kjölfar nauðgunar eða ef um alvarlegan fósturgalla er að ræða. Að auki er aðgengi að þungunarrofi verulega ábótavant fyrir konur og fólk í þessum aðstæðum.
Enn og aftur var reynt að þrengja enn frekar rétt til þungunarrofs þegar stjórnarskrárdómstóll Póllands úrskurðaði í október 2020 að þungunarrof væri ekki heimilt þegar um væri að ræða alvarlegan fósturgalla. Mótmæli brutust enn og aftur út í kjölfarið. Amnesty International fylgist með málum í Póllandi og var m.a. með ákall vegna konu sem var refsað fyrir að verja réttinn til þungunarrofs.
Stytta þennan texta fyrir ofan og bæta við Bandaríkin – skoða síðar.
Fjársterkar hreyfingar gegn kvenréttindum breiða út ótta og villandi upplýsingar um þungunarrof til að grafa undan þeim árangri sem náðst hefur og hindra aðgang að þungunarrofi. Þannig er ýtt undir útskúfun og skömm í þeim tilgangi að fólk hætti að líta á þungunarrof sem mannréttindi og sjálfsagðan rétt til grunnheilbrigðisþjónustu.
Nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að standa vörð um þessi réttindi.
Árangur
Frá 1994 hafa rúmlega 60 lönd breytt löggjöf til betri vegar hvað varðar þungunarrof.
Evrópa
Írland
Þungunarrof var nánast með öllu ólöglegt á Írlandi frá árinu 1992 til ársins 2019 nema í þeim tilvikum sem raunveruleg og mikil hætta er á að meðganga stofni lífi konu og fólks í hættu. Fyrir það var blátt bann við öllu þungunarrofi í landinu en því var breytt í kjölfar úrskurðar hæstaréttar Írlands í umdeildu máli 14 ára unglingsstúlku sem var ólétt eftir nauðgun og í sjálfsvígshættu.
Amnesty International á Írlandi vann ötullega að baráttunni fyrir afnámi laganna og það var mikill sigur þegar ný löggjöf tók í gildi. Söguleg þjóðaratkvæðagreiðsla fór fram þann 25. maí 2018 á Írlandi þar sem mikill meirihluti Íra (66,4%) kaus með því að aflétta banni við þungunarrofi. Í kjölfarið tók ný löggjöf í gildi þann 1. janúar 2019 þar sem banninu var aflétt.
Norður-Írland
Amnesty International í Bretlandi hefur lengi barist fyrir aðgengi að þungunarrofi á Norður-Írlandi. Þar til árið 2019 var Norður-Írland eina landið í breska lýðveldinu þar sem konur og fólk stóðu frammi fyrir allt að lífstíðardómi fyrir að gangast undir þungunarrof. Hæstiréttur Bretlands úrskurðaði að lög um þungunarrof á Norður-Írlandi brytu í bága við mannréttindaskuldbindingar landsins og þann 22. október 2019 var þungunarrof afglæpavætt á Norður-Írlandi.
Ný reglugerð tók síðan í gildi þann 31. mars 2020 um aðgengi að þungunarrofi á Norður-Írlandi.
Mið- og Suður-Ameríka
Í Mexíkó úrskurðaði hæstiréttur að það mætti ekki refsa fólki fyrir að fara í þungunarrof eða refsa heilbrigðisstarfsfólki að framkvæma það á sjúkrahúsum á vegum alríkisins. Umbætur áttu sér stað í Kólumbíu þar sem þungunarrof var afglæpavætt fram að 24. viku meðgöngu í febrúar 2022. Argentína lögleiddi þungunarrof í desember 2021.
Afríka
Benín lögleiddi þungunarrof í flestum tilfellum árið 2021. Í Kenía úrskurðaði hæstiréttur árið 2019 að þolendur nauðgana ættu rétt að fara í þungunarrof.
Asía
Í Indlandi úrskurðaði hæstiréttur árið 2022 að konur gætu fengið þungunarrof allt að 24. viku óháð hjúskaparstöðu þeirra. Í Suður-Kóreu tók í gildi árið 2021 afglæpavæðing fyrir lækna sem framkvæma þungunarrof í kjölfar úrskurðar stjórnarskráréttar árið 2019.

Árangur
Evrópa
Írland
Þungunarrof var nánast með öllu ólöglegt á Írlandi frá árinu 1992 til ársins 2019 nema í þeim tilvikum sem raunveruleg og mikil hætta er á að meðganga stofni lífi konu og fólks í hættu.
Amnesty International á Írlandi vann ötullega að baráttunni fyrir afnámi laganna og það var mikill sigur þegar ný löggjöf tók í gildi. Söguleg þjóðaratkvæðagreiðsla fór fram þann 25. maí 2018 á Írlandi þar sem mikill meirihluti Íra (66,4%) kaus með því að aflétta banni við þungunarrofi. Í kjölfarið tók ný löggjöf í gildi þann 1. janúar 2019 þar sem banninu var aflétt.
Norður-Írland
Amnesty International í Bretlandi hefur lengi barist fyrir aðgengi að þungunarrofi á Norður-Írlandi. Þar til árið 2019 var Norður-Írland eina landið í breska lýðveldinu þar sem hætta var á lífstíðardómi fyrir að gangast undir þungunarrof.
Hæstiréttur Bretlands úrskurðaði að lög um þungunarrof á Norður-Írlandi brytu í bága við mannréttindaskuldbindingar landsins og þann 22. október 2019 var þungunarrof afglæpavætt á Norður-Írlandi. Ný reglugerð tók síðan í gildi þann 31. mars 2020 um aðgang að þungunarrofi á Norður-Írlandi.
60 lönd
hafa breytt löggjöf til betri vegar hvað varðar þungunarrof frá árinu 1994
Mið- og Suður-Ameríka
Í Mexíkó úrskurðaði hæstiréttur að það mætti ekki refsa fólki fyrir að fara í þungunarrof eða refsa heilbrigðisstarfsfólki að framkvæma það á sjúkrahúsum á vegum alríkisins. Umbætur áttu sér stað í Kólumbíu þar sem þungunarrof var afglæpavætt fram að 24. viku meðgöngu í febrúar 2022. Argentína lögleiddi þungunarrof í desember 2021.
Afríka
Benín lögleiddi þungunarrof í flestum tilfellum árið 2021. Í Kenía úrskurðaði hæstiréttur árið 2019 að þolendur nauðgana ættu rétt að fara í þungunarrof.
Asía
Í Indlandi úrskurðaði hæstiréttur árið 2022 að konur gætu fengið þungunarrof allt að 24. viku óháð hjúskaparstöðu þeirra. Í Suður-Kóreu tók í gildi árið 2021 afglæpavæðing fyrir lækna sem framkvæma þungunarrof í kjölfar úrskurðar stjórnarskráréttar árið 2019.






