Amnesty International á Íslandi og Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík efna til málþings um Gvantanamó fangabúðirnar og kvikmynd Michael Winterbottoms Leiðin til Gvantanamó (The Road to Guantánamo).
Amnesty International á Íslandi og Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík efna til málþings um Gvantanamó fangabúðirnar og kvikmynd Michael Winterbottoms Leiðin til Gvantanamó (The Road to Guantánamo). Myndin lýsir atburðum í lífi þremenninganna Shafiq Rasul, Asif Iqbal og Rhuhel Ahmed, sem leiddu til þess að þeir voru handteknir og sendir til Gvantanamó. Asif Iqbal og Rhuhel Ahmed eru gestir hátíðarinnar og Amnesty International. Þeir munu lýsa reynslu sinni og taka þátt í pallborðsumræðum ásamt Jóhönnu K. Eyjólfsdóttur, framkvæmdastjóra Íslandsdeildar Amnesty International, og Hrafnhildi Gunnarsdóttur kvikmyndagerðarmanni.
Pallborðsumræðurnar verða haldnar í Iðnó klukkan 18:00 og að því loknu verður Leiðin til Gvantanamó sýnd í Tjarnarbíói kl. 20:10 þar sem Iqbal og Ahmed munu svara spurningum að lokinni sýningu myndarinnar. Þeir verða jafnframt viðstaddir frumsýningu hennar mánudaginn 2. október kl. 20:10 í Tjarnarbíói. Þriðja og síðasta sýning myndarinnar verður síðan laugardaginn 7. október kl. 22.00.
Íslandsdeild Amnesty International hvetur alla til að koma og kynna sér málefni Gvantanamó og mannréttindabrota í „stríðinu gegn hryðjuverkum“.
Nánari upplýsingar um dagskrá hátíðarinnar má finna á vefslóðinni:
http://filmfest.is/index.php?id=11&L=0
