Meðfylgjandi tölur varpa ljósi á ástand þeirra málaflokka sem Amnesty International lagði mesta áherslu á árið 2006:
Meðfylgjandi tölur varpa ljósi á ástand þeirra málaflokka sem Amnesty International lagði mesta áherslu á árið 2006:
Ofbeldi gegn konum
Óheft sala smávopna
Dauðarefsingar
Pyndingar og hryðjuverk
Réttlæti á alþjóðavettvangi
Tölfræðin segir okkur ekki, né getur hún sagt, alla söguna um mannréttindabrot í heiminum árið 2006. Hún endurspeglar þau mál sem Amnesty International hefur upplýsingar um, en upptalningin er langt frá því að vera tæmandi. Eins og sést vel á tölunum um dauðarefsingar, þá er hinn raunverulegi fjöldi brota mun meiri en hægt er að sýna með slíkum svipmyndum.
Amnesty International árið 2006
2,2 milljónir félaga eða styrktaraðila í meira en 150 löndum
5,000 einstaklingar, samfélög, mannréttindasamtök og fjölskyldur voru skjólstæðingar samtakanna
700 mannréttindafrömuðir og mannréttindasamtök hlutu þjálfun
473 samantektir og skýrslur voru birtar
330 skyndiaðgerðabeiðnir voru sendar út vegna einstaklinga í hættu
153 lönd rötuðu í ársskýrslu Amnesty International 2007
121 verkefni vegna herferða hrundið í framkvæmd
120 heimsóknir til 77 landa og yfirráðasvæða
57 lönd halda samviskuföngum eða mögulegum samviskuföngum í fangelsi
Heimild: Amnesty International
Ofbeldi gegn konum
185 ríki hafa lögfest Samninginn um afnám allrar mismununar gagnvart konum
62 ríki hafa sett fyrirvara við ýmis ákvæði
9 ríki hafa ekki skrifað undir samninginn
1 ríki hefur skrifað undir hann en ekki fest í lög – Bandaríkin
Heimilisofbeldi
Að minnsta kosti 1 af hverjum 3 konum í heiminum hefur verið barin, neydd til samræðis eða misþyrmt með öðrum hætti á lífsleiðinni. Yfirleitt er ofbeldismaðurinn fjölskyldumeðlimur eða einhver sem hún þekkir
Mansal
2 milljónir manna eru seldir á hverju ári – meirihlutinn eru konur og stúlkur
Konurnar eru seldar til 137 landa, flestar til Vestur-Evrópu, Asíu og Norður-Ameríku
Þær koma frá 127 löndum, aðallega frá Mið- og Austur-Evrópu, Asíu, Vestur-Afríku, Rómönsku-Ameríku og Karíbahafinu
Konur í átökum
70% þeirra sem hafa fallið í átökum síðustu ára eru almennir borgarar – mestmegnis konur og börn
Tugir þúsunda kvenna og stúlkna hafa þurft að sæta nauðgunum og öðru kynbundnu ofbeldi í Darfur síðan neyðarástand skapaðist þar árið 2003
0 manns hafa verið dregnir til ábyrgðar í Darfur vegna þessara voðaverka
Heimild: Amnesty International, UNICEF, UNIFEM, SÞ, WHO, Læknar án landamæra
Komum böndum á vopnin 2006
1.250.000 manns gengu til liðs við ljósmyndaherferðina Milljón Andlit og kröfðust herts eftirlits með vopnasölu
153 ríkisstjórnir greiddu í desember atkvæði með tillögu um að hafin yrði vinna við gerð alþjóðlegs vopnaviðskiptasáttmála
24 þjóðir sátu hjá
1 þjóð greiddi atkvæði gegn tillögunni – Bandaríkin
Vopnaviðskipti
Á hverju ári eyða lönd í Asíu, Mið-Austurlöndum, Rómönsku-Ameríku og Afríku að meðaltali 22 milljörðum bandaríkjadala í vopn
22 milljarðar bandaríkjadala hefðu gert þessum sömu löndum fært að tryggja hverju einasta barni skólagöngu og fækka ungbarnadauðsföllum um tvo þriðju fyrir 2015
Í 85% drápa koma skammbyssur eða önnur léttvopn við sögu
60% skotvopna heimsins eru í höndum einstaklinga
Á hverju ári eru 2 byssukúlur framleiddar fyrir hverja einustu manneskju á jörðinni
Heimild: Amnesty International, Small Arms Survey 2002, 2003, 2004, 2005, UN Human Development Report 2005, UN Comtrade data, International Finance Facility proposal, January 2003, Fjármálaráðuneyti Bretlands, UNAIDS Global Report 2004, Neðri deild bandaríska þingsins
Komum böndum á vopnin er sameiginleg herferð Amnesty International, the International Action Network on Small Arms (IANSA) og Oxfam: www.controlarms.org
Dauðarefsingin árið 2006*
20.000 manns sitja á dauðadeildum víðs vegar um heiminn
3.861 einstaklingur var dæmdur til dauða í 55 löndum
1.591** fangi var tekinn af lífi í 25 löndum. Aftökum fækkaði því á árinu, en 2005 voru þær 2.148 í 22 löndum.
128 lönd taka fólk ekki af lífi (þ.e. þau hafa afnumið dauðarefsinguna í verki eða með lögum)
99 þessara ríkja hafa afnumið dauðarefsingu við öllum venjulegum glæpum – Filippseyjar urðu 99da ríkið 2006
91% þeirra aftaka sem vitað er um áttu sér stað í aðeins 6 löndum: Kína, Íran, Írak, Súdan, Pakistan og í Bandaríkjunum
69 lönd beita enn dauðarefsingum
65 manns voru teknir af lífi í Írak árið 2006, svo vitað sé
3 voru teknir af lífi þar í landi 2005
* Tölur um aftökur og dauðadóma byggja eingöngu á málum sem Amnesty International hefur upplýsingar um; raunverulegar tölur eru hærri.
** Þessi tala er hærri en sú sem birtist í prentaðri útgáfu Ársskýrslu Amnesty International 2007 þar sem hún tekur einnig til upplýsinga sem hafa borist á síðustu vikum.
Heimild: Amnesty International
Pyndingar og hryðjuverkaógnin 2006
144 ríki hafa lögfest Samninginn gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu
Pyndingar og ill meðferð af hálfu öryggissveita, lögreglu og annarra yfirvalda átti sér stað í 102 löndum, samkvæmt Ársskýrslu Amnesty International 2007
„Stríðið gegn hryðjuverkum“
400 manns af 30 þjóðernum voru enn í haldi í fangabúðunum við Guantánamo-flóa í lok árs 2006 – en Guantánamo-búðirnar eru helsta birtingarmynd þess óréttlætis sem felst í „stríðinu gegn hryðjuverkum“
200 manns hafa farið í hungurverkfall síðan búðirnar voru settar á fót
40 hafa reynt að fremja sjálfsmorð
3 létu lífið í júní 2006, að því er virðist féllu þeir fyrir eigin hendi
?? manns er haldið í öðrum, leynilegum, fangabúðum eða á „skuggasvæðum“ víðs vegar um heiminn
Heimild: Amnesty International
Alþjóðlegt réttlæti*
Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn (ICC)
104 lönd hafa lögfest Rómarsáttmálann um Alþjóðlega sakamáladómstólinn
100 ríki hafa samið við Bandaríkin um „sérstaka friðhelgi“ sem undanskilur bandaríska ríkisborgara frá lögsögu dómstólsins
6 handtökuskipanir hafa verið gefnar út
3 mál eru í rannsókn – þau varða Norður-Úganda, Lýðveldið Kongó (DRC) og Darfur í Súdan
StríðsglæpadómstóllSameinuðu þjóðanna í málefnum fyrrverandi Júgóslavíu (ICTY)
161 einstaklingur hefur verið ákærður fyrir gróf brot á mannúðarlögum
Sérstakur dómstóll vegna Sierra Leone
Verið er að rétta yfir 10 einstaklingum, þar á meðal Charles Taylor, sem var færður fyrir dómstólinn í mars 2006
Allir hafa þeir lýst yfir sakleysi sínu – sakborningarnir hafa verið ákærðir fyrir stríðsglæpi, glæpi gegn mannkyni, og önnur brot á mannúðarlögum
Alþjóðlegur sakamáladómstóll vegna Rwanda
27 dómar hafa verið kveðnir upp í málum 33 einstaklinga
* upplýsingarnar taka einnig til 1. janúar – 1. maí 2007
