Lögreglan á Papúa Nýju-Gíneu beitti miklu harðræði þegar hún þvingaði íbúa nálægt Porgera gullnámunni á brott frá heimilum sínum, þann 27. apríl síðastliðin. Ekki var haft samráð við íbúanna um brottflutningana, engir fyrirvarar gefnir og stjórnvöld sáu íbúum ekki ekki fyrir húsaskjóli.
Lögreglan á Papúa Nýju-Gíneu beitti miklu harðræði þegar hún þvingaði íbúa nálægt Porgera gullnámunni á brott frá heimilum sínum, þann 27. apríl síðastliðinn. Ekki var haft samráð við íbúana um brottflutningana, engir fyrirvarar gefnir og stjórnvöld sáu íbúum ekki fyrir húsaskjóli. Fæstum gafst færi á að bjarga eigum sínum áður en lögreglan lagði eld að húsum þeirra og brenndi þau til grunna. Amnesty International hefur eftir einum íbúanum sem neitaði að yfirgefa hús sitt, að lögreglan hafi reynt að læsa hann inni í brennandi húsinu. Samkvæmt Amnesty International réðist lögreglan vopnuð til atlögu að íbúunum með hótunum og ofbeldi. Kona sem starfar hjá Porgera gullnámunni greindi samtökunum frá því að lögreglumaður hafi barið sig í öxlina með byssuskefti þegar hún var með barn sitt á brjósti. Einnig greina samtökin frá nokkrum tilfellum nauðgana.
Porgera gullnáman er í 95% eigu dótturfyrirtækja Barrick Gold (í gegnum Porgera Joint Venture) sem er með höfuðstöðvar í Kanada og er stærsta gullnámuvinnslu fyrirtæki í heimi. Þegar aðgerðir lögreglunnar á Porgera-svæðinu fóru fram, sá Porgera Joint Venture lögreglunni fyrir húsnæði, fæði og eldsneyti. Skilyrði PJV fyrir framlaginu voru þau að lögreglan myndi virða landslög og alþjóðleg mannréttindaviðmið. En þrátt fyrir mannréttindabrot lögreglunnar á Porgera-svæðinu heldur PJV áfram að sjá henni fyrir fæði, húsnæði og eldsneyti.
Lögregla kveikir í húsum við Porgera gullnámuna
Upphaflega neituðu Porgera Joint Venture og Barrick Gold því að þvingaður brottflutningur á íbúum nærri Porgera gullnámunni hafi átt sér stað. Sjö mánuðum síðar þegar fyrirtækin viðurkenndu loks aðgerðir lögreglunnar ákváðu forsvarsmenn Barrick Gold að verja aðgerðirnar.
Amnesty International skorar á PJV og Barrick Gold að draga allan stuðning sinn við lögregluna á Porgera-svæðinu til baka, í ljósi þeirra mannréttindabrota sem lögreglan ber ábyrgð á. Samtökin skora ennfremur á fyrirtækin að láta yfirvöldum á Papúa Nýju-Gíneu allar upplýsingar í té sem fyrirtækin búa yfir um þvingaðan brottflutning og ofbeldi lögeglunnar á Porgera-svæðinu, hvetja yfirvöld til að rannsaka brotin til hlítar og sækja þá til saka sem bera ábyrgð, auk þess að gera ráðstafanir til að veita þolendum brotanna skaðabætur. Að síðustu skorar Amnesty International á PJV og Barrick Gold að fylgjast grannt með gangi rannsóknarinnar og þrýsta á um að henni lykti á ásættanlega hátt.
GRÍPTU TIL AÐGERÐA OG ÞRÝSTU Á YFIRMENN BARRICK GOLD OG PORGERA JOINT VENTURE !:
http://www.amnesty.is/undirskriftir
