Mannréttindabrot í Mexíkó

Baráttukonan Marisela Ortiz Rivera og samstarfsfólk hennar hafa nýverið fengið sendar hótanir í tölvupósti og smáskilaboðum, þar sem haft er í mjög grófum hótunum við þau.

Marisela Ortiz Rivera á Íslandi – Marisela heldur á korti sem Íslandsdeild Amnesty International lét gera til að þrýsta á mexíkósk stjórnvöld sem hafa ekki aðhafst vegna morða á ungum stúlkum í Norður-Mexíkó

 

Baráttukonan Marisela Ortiz Rivera og samstarfsfólk hennar hafa nýverið fengið sendar hótanir í tölvupósti og smáskilaboðum, þar sem haft er í mjög grófum hótunum við þau. Marisela og samstarfsfólk hennar tilheyrir mannréttindasamtökunum Nuestras Hijas de Regreso a Casa, sem berjast gegn refsileysi í málum er tengjast hrottalegum morðum á unglingsstúlkum í Norður-Mexíkó. Lesa má nánar um hótanirnar gegn Mariselu og samstarfsfólki hennar hér:

Skyndiaðgerðabeiðnin vegna hótana í garð Mariselu og samstarfsfólks hennar

 

Marisela var gestur Íslandsdeildarinnar á síðasta ári og sagði þá frá baráttu samtaka sinna. Lesa má nánar um þá baráttu og heimsóknina hér: 

/frettir/nr/329

/frettir/nr/331

 

Við hvetjum alla félaga og aðra sem geta að þrýsta á stjórnvöld í Mexíkó með því að prenta út fyrirframskrifað bréf og senda á innanríkisráðherra Mexíkó. Bréfið má nálgast hér:

Bréf til innanríkisráðherra Mexíkó