Mannréttindabrot í Myanmar: sleppið mótmælendum

Talið er að minnst 500 manns hafi verið handteknir í átökum herforingjastjórnarinnar og mótmælenda í Myanmar.

Talið er að minnst 500 manns hafi verið handteknir í átökum herforingjastjórnarinnar og mótmælenda í Myanmar.

Átökin mögnuðust að kvöldi 25. september í fyrrum höfuðborginni Yangon ásamt fleiri borgum. Talið er að minnst 9 manns hafi látist. Flestir voru handteknir 25. og 26. september og meðal þeirra eru hundruð munka frá Yangon.

Amnesty International telur að hinir handteknu eigi alvarlega á hættu að vera pyndaðir eða látnir sæta annars konar illri meðferð.

Fregnir herma að öryggissveitir hafi lamið mótmælendur með kylfum, notað táragas og skotið viðvörunarskotum út í loftið.                            

 

Þú getur krafist þess að mótmælendum verði sleppt með því að grípa til aðgerða hér.