Íslandsdeild Amnesty International hefur gefið út nýtt hlaðvarp sem kallast Tjáum okkur.
Þættirnir fjalla um:
- tjáningarfrelsið almennt, af hverju það er mikilvægt og hvenær geti talist réttlætanlegt, ef nokkru sinni, að skerða þetta grundvallarfrelsi okkar.
- Þá er fjallað um tjáningarfrelsið á tímum kórónuveirufaraldursins, svokallaða upplýsingaóreiðu og falsfréttir, hatursorðræðu, fjölmiðlafrelsi og fleira sem tengist tjáningarfrelsinu órofa böndum.
Fjölmargir góðir gestir sitja fyrir svörum í hlaðvarpinu og ræða málin við starfsfólk Íslandsdeildar samtakanna.
Við hvetjum þig til að hlusta.
HLUSTAÐU HÉR Á SPOTIFY

