Ungliðahreyfing Íslandsdeildar Amnesty International stendur fyrir Mannréttindasmiðju í fyrsta sinn síðan heimsfaraldurinn skall á. Markmið smiðjunnar er að gefa ungu fólki sem brennur fyrir mannréttindum vettvang til að efla eigin rödd og tjáningu og vinna saman með skipulögðum og ánægjulegum hætti í þágu mannréttinda.
Helgina 24.-25. júní næstkomandi verður haldin tveggja daga Mannréttindasmiðja í gamla sal Elliðavatnsbæ, í Heiðmörk. Staðurinn er flestum kunnugur fyrir líflegan jólamarkað á aðventunni og fallegt landslag. Þátttakendur smiðjunnar fá næði og öruggt umhverfi til að kafa inn á við, efla traust og kynnast hvert öðru. Farið verður í hópeflisleiki, hugmyndavinnu og þátttakendur verklega reynslu í vinnubrögðum Amnesty International.
Mannréttindasmiðjan er þátttakendum gjaldfrjáls. Amnesty International býður þátttakendum smiðjunnar upp á mat og skipuleggur ferðir til og frá Elliðavatnsbæ í samstarfi við þátttakendur. Tekið er tillit til mataræðis, s.s vegan, grænmetisfæði eða ef um ofnæmi eða óþol er að ræða. Þátttakendur sem taka þátt á báðum smiðjudögunum fá Amnesty International bol og viðurkenningarskjal um að hafa lokið Mannréttindasmiðju Amnesty International.
Hægt er að sækja um hér.
Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur og rennur út 9. júní.
Dagskrá
Dagskrá Mannréttindasmiðjunnar (getur enn tekið nokkrum breytingum):
Laugardagurinn, 24. júní
10:00 Kynning á dagskrá
10:15 Þátttakendur fá að kynnast og hópefli
12:00 Hádegismatur
13-16 Vinnusmiðja I -Mótmæli og skipulagðar aðgerðir
Tekin eru stutt hlé með reglulegu millibili.
16-18 Hópeflisleikir
18:30-19:30 Kvöldmatur
20:00 Heimferð
Sunnudagurinn, 25. júní
10:00 Hugmyndavinna og kynningar
12:00 Hádegismatur
13-16 Vinnusmiðja II – Undirbúningur skipulagðar aðgerðar
Tekin eru stutt hlé með reglulegu millibili.
16-18 „Hvernig hlúum við að andlegri heilsu okkar?” Örnámskeið
18:30-19:30 Kvöldmatur og útskriftarathöfn
20:00 Heimferð
