Mannréttindi í Kína og Ólympíuleikar í Beijing

Nú líður óðum að Ólympíuleikunum í Beijing. Amnesty International er vongott um að viðburðurinn geti haft jákvæð áhrif á mannréttindaástandið í landinu, öllum Kínverjum til hagsbóta. Kínversk stjórnvöld hafa heitið aðgerðum. Nú skiptir máli að þau standi við orð sín.

Nú líður óðum að Ólympíuleikunum í Beijing. Amnesty International er vongott um að viðburðurinn geti haft jákvæð áhrif á mannréttindaástandið í landinu, öllum Kínverjum til hagsbóta.

Kínversk stjórnvöld hafa heitið aðgerðum. Nú skiptir máli að þau standi við orð sín.

Miklar vonir standa til þess að leikarnir muni hafa jákvæð áhrif á mannréttindi í Kína. Þegar Beijing var valin til að halda Ólympíuleikana ræddu bæði kínversk stjórnvöld og Alþjóðaólympíunefndin opinberlega um „einstæða arfleifð“ leikanna fyrir Kína og íþróttir almennt, þar á meðal vegna framfara í mannréttindum vegna leikanna.

Þó að ýmsar jákvæðar breytingar hafi átt sér stað síðan þá, þar á meðal endurbætur á dauðarefsingarkerfinu og aukið frelsi til fréttaöflunar til handa erlendu fjölmiðlafólki, hafa aðrar breytingar til hins verra yfirskyggt þær.

Ólympíuleikarnir eru notaðir til að réttlæta varðhaldsvist án réttarhalda í Beijing, sem er liður í því að „hreinsa“ borgina fyrir ágúst 2008. Á meðan má ýmist baráttufólk þola sífellt meiri áreitni, stofufangelsi og ósanngjörn réttarhöld.

 

Það sem Amnesty International er að gera

Amnesty International fylgist með frammistöðu kínverskra stjórnvalda í mannréttindamálum, sérstaklega hvað varðar mál er lúta að undirbúningi Ólympíuleikanna. Við munum meta þann undirbúning og upplýsa alþjóðasamfélagið, sérstaklega Alþjóðaólympíunefndina, fjárhagslega bakhjarla og alþjóðleg stjórnvöld. Markmið okkar er að fylgjast með þeim áhrifum sem Ólympíuleikarnir hafa á mannréttindi í Kína.

Kínversk stjórnvöld hétu því að mannréttindaástandið myndi batna ef landið héldi Ólympíuleikana. Amnesty International mun krefja þau um efndir á því loforði og virkja fólk um heim allan til að knýja á um varanlegar umbætur í mannréttindum í Kína í kjölfar Ólympíuleikana í Beijing.

Við förum sérstaklega fram á verulegar umbætur á fjórum lykilsviðum sem eru nátengd grundvallargildum Ólympíuleikanna um „virðingu fyrir almennum grundvallarsiðgildum“ og virðingu við mannlega reisn. Þessi fjögur lykilsvið lúta að:

 

(1) dauðarefsingunni
(2) varðhaldsvist án réttarhalda
(3) kúgun á baráttufólki fyrir mannréttindum
(4) óréttmætri ritskoðun internetsins

 

Meira um aðdraganda Ólympíuleikanna:

One year left to fulfil human rights promises (6 August 2007)

Repression of activists overshadows death penalty and media reforms (30 April 2007)

Failing to keep human rights promises (21 September 2006)