Mannréttindi: námskeið fyrir félaga laugardaginn 20. október 2007

Laugardaginn 20. október heldur Amnesty International námskeið fyrir félaga. Þar verður fjalla um sögu og uppbyggingu Amnesty International og mannréttindaáherslur samtakanna um þessar mundir. Einnig verður fjallað um þá aðgerðakosti sem í boði eru innan samtakanna og margt fleira (sjá dagskrá neðar).

Laugardaginn 20. október heldur Amnesty International námskeið fyrir félaga. Þar verður fjalla um sögu og uppbyggingu Amnesty International og mannréttindaáherslur samtakanna um þessar mundir. Einnig verður fjallað um þá aðgerðakosti sem í boði eru innan samtakanna og margt fleira (sjá dagskrá neðar).

Námskeiðið verður haldið í Kornhlöðunni, Bankastræti 2 (inngangur við hliðina á ferðamannamiðstöðinni í Torfunni) og stendur yfir frá 13 til 16.

Amnesty International byggir starf sitt á þátttöku félaga. Námskeiðið er kjörið tækifæri til að kynnast betur starfseminni og viðfangsefnum samtakanna og hitta aðra Amnesty-félaga.

Námskeiðið er opið öllum félögum en nýir félagar eru sérstaklega hvattir til þátttöku.

Til að geta undirbúið námskeiðið sem best biðjum við þig að skrá þátttöku þína sem fyrst með því að senda okkur tölvupóst á netfangið skraning@amnesty.is eða hringja á skrifstofuna í síma 511 7900.

Bestu kveðjur,
Skrifstofa

Dagskrá

1. Amnesty International – saga, verkefni og skipulag

2. Herferðir Amnesty International

3. Kaffihlé

4. Aðgerðastarf Amnesty International