Mannréttindi og ESB

Íslandsdeild Amnesty International barst nýlega beiðni um umsögn við þingsályktunartillögur er varða aðild Íslands að Evrópusambandinu, 38.mál, aðildarumsókn að Evrópusambandinu, og 54. mál, undirbúningur mögulegrar umsóknar um aðild að Evrópusambandinu.

Íslandsdeild Amnesty International barst nýlega beiðni um umsögn við þingsályktunartillögur er varða aðild Íslands að Evrópusambandinu, 38.mál, aðildarumsókn að Evrópusambandinu, og 54. mál, undirbúningur mögulegrar umsóknar um aðild að Evrópusambandinu.

Hér að neðan er bréf sem deildin sendi til Alþingis af því tilefni:

———————————–

Utanríkismálanefnd Alþingis

Alþingi

150 Reykjavík                                                        29.06.2009

 Íslandsdeild Amnesty International hefur borist beiðni um umsögn við þingsályktunartillögur er varða aðild Íslands að Evrópusambandinu, 38.mál, aðildarumsókn að Evrópusambandinu, og 54. mál, undirbúningur mögulegrar umsóknar um aðild að Evrópusambandinu.

Amnesty International tekur ekki afstöðu til umsóknar um aðild Íslands að Evrópusambandinu né með hvaða hætti undirbúningur mögulegrar aðildarumsóknar skuli fara fram. Aftur á móti vill Íslandsdeild Amnesty International nota þetta tækifæri til að upplýsa um þær tillögur sem Amnesty International hefur tekið saman um úrbætur er lúta að mannréttindum innan Evrópusambandsins og í samskiptum sambandsins við ríki utan þess.

Í hjálagðri skýrslu “From words to action on human rights, Amnesty International´s recommendations for the Swedish presidency of the EU” er að finna áhyggjuefni samtakanna og tillögur um úrbætur.

Virðingarfyllst

Jóhanna K. Eyjólfsdóttir

Framkvæmdastjóri

Íslandsdeildar Amnesty International

———————————–