Mannshvörf í Pakistan: Masood Janjua

Masood Ahmed Janjua, kaupsýslumaður frá Rawalpindi, „hvarf“ þann 30. júlí 2005, þegar hann var í rútuferð til Peshawar með Faisal Faraz, 25 ára verkfræðingi frá Lahore.

„Þetta er það versta sem getur hent nokkra manneskju. Ef einhver deyr þá græturðu og fólk huggar þig og eftir nokkurn tíma jafnarðu þig en ef einhver hverfur… það er sárasta angistin.“

Amina Janjua, eiginkona Masood Janjua, september 2006

  

Masood Ahmed Janjua, 45 ára kaupsýslumaður frá Rawalpindi, „hvarf“ þann 30. júlí 2005, þegar hann var í rútuferð til Peshawar með Faisal Faraz, 25 ára verkfræðingi frá Lahore. Hæstiréttur Pakistan hóf réttarhöld í máli Masood Janjua í október 2006. Nokkrir einstaklingar sem höfðu sætt þvinguðu mannshvarfi báru fyrir rétti að þeir hefðu séð báða mennina meðan á fangelsun þeirra stóð. En embættismenn ríkisins neita að þeir hafi sætt varðhaldsvist og fullyrða að ekkert sé vitað um afdrif þeirra.

Musharraf forseti vék flestum dómurum við hæstarétt Pakistan úr embætti í nóvember 2007 og slökkti vonir um að hægt yrði að fá mennina lausa. Hvorki er vitað um afdrif þeirra né hvar þeir eru niðurkomnir.

 

Sendu bréf til stjórnvalda í Pakistan vegna Masood Janjua