Marokkóbúi sem var fangelsaður fyrir að búa til Facebook svipmynd af prinsi hefur verið leystur úr fangelsi. Fouad Mourtada, sem er 26 ára verkfræðingur, var leystur úr haldi 18. mars síðastliðinn eftir að konungur landsins náðaði hann.
Fouad Mourtada
Marokkóbúi sem var fangelsaður fyrir að búa til Facebook svipmynd af prinsi hefur verið leystur úr fangelsi. Fouad Mourtada, sem er 26 ára verkfræðingur, var leystur úr haldi 18. mars síðastliðinn eftir að konungur landsins náðaði hann.
Fouad Mourtada hafði verið dæmdur í þriggja ára fangelsi og sektaður um 10,000 díram (um 100.000 iskr) í febrúar fyrir að hafa útbúið svipmynd (profile) af Moulay Rachid prins á Facebook tenglasíðunni.Réttarhöldin yfir honum voru haldin í Casablanca
Tveir fulltrúar frá Amnesty International fylgdust með réttarhöldunum. Þeir sögðu að þeir hefðu áhyggjur af því að réttarhöldin uppfylltu ekki alþjóðleg viðmið um sanngjörn réttarhöld.
Benedicte Goderiaux, annar fulltrúa Amnesty International, fagnaði því að Fouad Mourtada hefði verið sleppt úr fangelsi en sagði að rannsaka yrði ásakanir um að lögregla hefði beitt Fouad Mourtada harðræði meðan á yfirheyrslum yfir honum stóð.
