Marokkóskur bloggari leystur úr haldi

Áfrýjunarréttur í Agadir í Marokkó snéri þann 18. september við tveggja ára fangelsisdómi undirréttar yfir bloggaranum Mohamed Erraji. Undirrétturinn hafði dæmt hann fyrir „virðingarleysi við konunginn“.

Áfrýjunarréttur í Agadir í Marokkó snéri þann 18. september við tveggja ára fangelsisdómi undirréttar yfir bloggaranum Mohamed Erraji. Undirrétturinn hafði dæmt hann fyrir „virðingarleysi við konunginn“. Áfrýjunarrétturinn lét allar ákærur gegn honum falla niður vegna slælegra vinnubragða við réttarhöld undirréttar.

Amnesty International fagnar ákvörðun áfrýjunarréttarins og leggur áherslu á að aldrei hefði átt að rétta yfir honum fyrir þessar sakir.

Amnesty International hefur farið fram á það við marokkósk stjórnvöld að þau felli þegar í stað úr gildi öll ákvæði í marokkóskum lögum sem brjóta gegn tjáningarfrelsinu, sem er grundvallarmannréttindi alls fólks.

Mohamed Erraji var fyrsti bloggarinn sem dæmdur var í tveggja ára fangelsi. Hann var einnig dæmdur í 5.000 dínara sekt ( 60.000 kr) fyrir „virðingarleysi við konunginn“.

LESTU MEIRA

Moroccan blogger jailed for peacefully expressing his views (Fréttir á alþjóðasíðu, 11. september 2008)