Mexíkó: Baráttukona fyrir mannréttindum hvarf sporlaust

Baráttukonan Sandra Domínguez og eiginmaður hennar Alexander Hernández hurfu sporlaust. Ættingjar Söndru tilkynntu ríkissaksóknara í Oaxaca-héraði að hjónin höfðu síðast sést á heimili sínu í María Lombardo de Caso, í suðurhluta Oaxaca-héraðs í Mexíkó, 4. október 2024.

Samkvæmt yfirvöldum á svæðinu fannst bíll hjónanna í Veracruz-héraði þar sem þeirra er leitað.

Sandra starfar sem lögfræðingur við að sækja mál sem tengjast ofbeldi gegn konum. Árið 2020 fordæmdi hún yfirvöld á svæðinu opinberlega fyrir að deila kynferðislegum myndum af frumbyggjakonum.

SMS-félagar krefjast þess að ríkisstjóri Oaxaca geri allar nauðsynlegar ráðstafanir og nýti öll úrræði til að finna Söndru Dominguez og eiginmann hennar á lífi í samráði við ættingja þeirra og þau yfirvöld á svæðinu sem bera ábyrgð á leitinni, auk þess að yfirvöld dragi til saka þá sem bera ábyrgð á hvarfinu.