Ákvörðun dómara að sýkna Yeceniu Armenta Graciano, tveggja barna móður, og leysa hana úr fangelsi í gær í norðurhluta Mexíkó bindur enda á fjögurra ára óréttlæti að sögn Amnesty International.
Ákvörðun dómara að sýkna Yeceniu Armenta Graciano, tveggja barna móður, og leysa hana úr fangelsi í gær í norðurhluta Mexíkó bindur enda á fjögurra ára óréttlæti að sögn Amnesty International.
Lögregla Sinaloa-fylkis setti Yeceniu Armenta Graciano í geðþóttavarðhald þann 10. júlí 2012. Í varðhaldinu var hún pynduð í 15 klukkustundir þar sem að hún var barin, kæfð og nauðgað og þar til hún var þvinguð til að „játa“ þátttöku sína á morði eiginmanns síns.
„Þær ótrúlegu og grimmilegu pyndingar sem Yecenia sætti eru hluti af daglegum venjum mexíkósku lögreglunnar sem ítrekað leggur fram ólöglegar sannanir í rannsóknum sakamála um allt land. Lausn hennar í gær gefur smá vonarglætu fyrir þá sem ranglega sitja í fangelsum um allt land“ segir Erika Guevara Rosas, framkvæmdastjóri Amnesty International í Suður-Ameríku.
Kvalarar Yeceniu komu frá sömu stofnun og lagði fram ákærurnar gegn henni. Þrátt fyrir sönnunargögn frá innlendum og erlendum sérfræðingum hefðu sýnt fram að að Yecenia hefði sætt pyndingum og tilmæli frá umboðsmanni mannréttinda í Mexíkó ákvað skrifstofa dómsmálaráðherra Sinaloa-fylkis að halda ákærunum yfir Yeceniu til streitu.
„Sú staðreynd að enginn af kvölurum Yeceniu hefur stigið fæti inn í fangelsi lýsir skammarlegum skorti á sjálfstæði yfirvalda í þessu máli. Gerendur þessara fyrirlitlegu athafna verður að sækja til saka og greiða Yeceniu skaðabætur.“
Amnesty International hefur barist fyrir mörgum málum þolenda pyndinga í Mexíkó. Yecenia er hluti af hópi hugrakkra kvenna sem efndu til herferðar sem leggur áherslu á að „rjúfa þögnina“ um kynferðisofbeldi og pyndingar sem þær þurftu að sæta.
Í bréfamaraþoni Íslandsdeildar Amnesty International skrifuðu rúmlega 5000 einstaklingar undir mál Yeceniu auk þess sem að götukynnar samtakana höfðu safnað undirskriftum úti á götum frá því lok maí.
