Minn líkami, mín réttindi!

Allir hafa kynlífs- og frjósemisréttindi.  Ríkisstjórnum er skylt að tryggja að allir geti notið þessara réttinda án ótta, þvingana eða mismununar.

Hugtakið kyn- og frjósemisréttindi vísar til margskonar mannréttinda sem skipta máli í öllu sem viðkemur kynhneigð, kynferði og frjósemi. Kyn- og frjósemisréttindi tengjast jafnframt sjálfsforræði í ákvarðanatöku um eigin líkama og líf, frelsi frá mismunun, þvingun og valdbeitingu, og réttinum til að njóta bestu fáanlegu kynlífs-og frjósemisheilsu.

Allir hafa kyn- og frjósemisréttindi.  Ríkisstjórnum er skylt að tryggja að allir geti notið þessara réttinda án ótta, þvingana eða mismununar.

Þú hefur rétt til að:

Taka ákvarðanir er varða þína heilsu, líkama, kynlíf, og sjálfsmynd

Biðja um og fá upplýsingar um heilbrigðisþjónustu

Ákveða hvort og hvenær þú eignast börn

Ákveða hvort og hvenær þú gengur í hjónaband

Njóta aðgengis að getnaðarvörnum; löglegum fóstureyðingum ef um er að ræða nauðgun, sifjaspell eða ógn við líf eða heilsu; og mæðravernd ásamt ýmissi annarri heilbrigðisþjónustu

Lifa án ótta við nauðgun og annað ofbeldi

Það eru grundvallarmannréttindi að mega taka eigin ákvarðanir um líkama og líf. En milljónir sæta því á hverjum degi að brotið sé á þessum réttindum. Þess vegna hóf Amnesty International herferðina Minn líkami, mín réttindi!, sem beinir sjónum að kyn- og frjósemisréttindum okkar.

Ungt fólk í heiminum er um 1,8 milljarðar. Margt af því skortir aðgengi að upplýsingum, kynfræðslu og heilbrigðisþjónustu er varðar kyn- og frjósemisréttindi til að það geti notið öryggis og heilbrigðis. Afleiðingarnar eru hræðilegar. Nærri 3.000 ungt fólk smitast af HIV-veirunni á hverjum degi en einungis 34% ungs fólks í þróunarríkjum geta svarað fimm grundvallarspurningum um HIV og hvernig hægt er að koma í veg fyrir smit.

Takmarkanir er varða kyn- og frjósemisréttindi koma meira niður á konum og stúlkum. Ungar konur og táningsstelpur úr hópum sem eiga undir högg að sækja finna mest fyrir takmörkunum vegna mismununar gagnvart þeim. Þær eiga erfiðast með að sækja sér upplýsingar og þjónustu varðandi kyn- og frjósemisheilsu.

Veikindi á meðgöngu eru helsta dánarorsök unglingsstúlkna á aldrinum 15 til 19 ára í þróunarríkjum.

Allir eiga rétt á aðgengi að góðri heilbrigðisþjónustu, ráðgjöf, upplýsingum og fræðslu er varðar kyn- og frjósemisréttindi. Ef lög, stefnumótun og aðrar hindranir koma í veg fyrir slíkt verður að ryðja þeim úr vegi.

Lestu meira (á ensku) um baráttuna fyrir kyn- og frjósemisréttindum!