Minnum á mannréttindasamkomu í Egilsstaðakirkju 10. desember

Laugardaginn 10. des. nk. er alþjóðlegur mannréttindadagur Sameinuðu þjóðanna.

Af því tilefni heldur Amnesty International og söfnuðir á Héraði upp á daginn með samkomu í Egilsstaðakirkju.

Laugardaginn 10. des. nk. er alþjóðlegur mannréttindadagur Sameinuðu þjóðanna.

Af því tilefni heldur Amnesty International og söfnuðir á Héraði upp á daginn með samkomu í Egilsstaðakirkju.

Flutt verða stutt ávörp og gömul og nýrri jólalög sungin og leikin.

Sönghópurinn „Í svipuðum dúr“ (Einar, Freyja, Sóley og Broddi) syngja og hljómsveitin G-strengurinn (Jónas, Gulli, Láki og Stebbi) spila undir.

Góð stund til að sýna stuðning við hvers konar mannréttindabaráttu og jafnframt að smella sér í jólagírinn fyrir alla fjölskylduna.

Mætum á laugardaginn kl. 19:30 í Egilsstaðakirkju og eigum góða stund saman (tekur ca. 1 klst.).

FRÍTT INN OG ALLIR VELKOMNIR.

 

Minnum líka á bréfamaraþonið sem fram fer á Egilsstöðum 10. desember (og 17. desember):

Egilsstaðir, í Húsi Handanna (Nían) 10. desember frá 10 til 17

og á Jólakettinum í Barra 17. desember frá 11 til 17.