Barátta Amnesty International er í dag jafn brýn og áður ef ekki brýnni. Stuðningur félaga í Amnesty International er sá grunnur sem Amnesty International byggir á til að tryggja áframhaldandi öflugt starf í þágu þolenda mannréttindabrota. Um heim allan er fólk sem þarf á liðsinni okkar að halda.
Barátta Amnesty International er í dag jafn brýn og áður ef ekki brýnni. Stuðningur félaga Amnesty International er sá grunnur sem Amnesty International byggir á til að tryggja áframhaldandi öflugt starf í þágu þolenda mannréttindabrota. Um heim allan er fólk sem þarf á liðsinni okkar að halda. Nú í byrjun vetrar hvetjum við félaga til að taka þátt í þeim atburðum sem framundan eru. Þar ber helst að nefna:
1) námskeið um starfsemi Amnesty International 8. nóvember
2) félagafund um framtíðarstefnu samtakanna 22. nóvember
3) tónleika á mannréttindadaginn 10. desember
4) bréfamaraþon 13. desember.
Viltu vita og gera meira – námskeið fyrir félaga laugardaginn 8. nóvember 2008
Amnesty International byggir starf sitt á þátttöku félaga.
Laugardaginn 8. nóvember 2008 verður haldið kynningar- og fræðslunámskeið. Þar verður meðal annars fjallað um sögu og uppbyggingu Amnesty International og mannréttindaáherslur samtakanna um þessar mundir. Einnig verður fjallað um þá aðgerðakosti sem í boði eru innan samtakanna.
Námskeiðið verður haldið í Hinu húsinu við Austurstræti (Sama hús og pósthúsið) og hefst kl. 14.00.
Námskeiðið er kjörið tækifæri til að kynnast betur starfseminni og viðfangsefnum samtakanna og hitta aðra Amnesty-félaga.
Námskeiðið er ókeypis og opið öllum félögum.
Til að geta undirbúið námskeiðið biðjum við þig að skrá þátttöku þína sem fyrst með því að senda okkur tölvupóst á netfangið amnesty@amnesty.is eða hringja á skrifstofuna í síma 511 7900.
