Nemendur í Hagaskóla styrkja Amnesty!

Nemendur í Hagaskóla söfnuðu rúmlega 2,2 milljónum króna á góðgerðardeginum Gott mál í Hagaskóla sem haldinn var 17. apríl síðastliðinn. 

Kristín J. Kristjánsdóttir, gjaldkeri Amnesty International, tekur við söfnunarfénu úr hendi nemenda Hagaskóla

Nemendur í Hagaskóla söfnuðu rúmlega 2,2 milljónum króna á góðgerðardeginum Gott mál í Hagaskóla sem haldinn var 17. apríl síðastliðinn. Nemendur ákváðu að styrkja Ljósið og Amnesty International. Afrakstur söfnunarinnar var afhentur við hátíðlega athöfn í Hagaskóla. Upphæðinni var skipt jafnt á milli félaganna.

Amnesty International færir öllum, sem stóðu að söfnuninni, bestu þakkir fyrir framlagið sem verður notað í herferð samtakanna fyrir kynlífs- og frjósemisréttindum.