Í mars fengu tæplega ein og hálf milljón Nepala sem eru í áhættuhópi vegna kórónuveirufaraldursins bóluefnið Oxford-AstraZeneca. Þessi hópur þarf að fá næstu bólusetningu fyrir 5. júlí til að virkni bóluefnisins sé tryggð. Ekkert bóluefni er til.
Nepal hefur aðeins tekist að bólusetja 2.4% þjóðarinnar. Átakanlegt ástand hefur ríkt í Nepal vegna annarrar bylgju kórónuveirufaraldursins sem hófst í apríl síðastliðnum og heilbrigðiskerfið þar í landi hefur ekki ráðið við álagið. Fjöldi fólks hefur látið lífið vegna þess að það hefur ekki aðgang að súrefnisgjöf eða því hefur verið vísað frá heilbrigðisstofnunum.
Taktu þátt í starfi Amnesty og skráðu þig í sms-aðgerðanetið hér!
Réttur til heilsu og réttur til lífs eru í húfi fyrir hundruð þúsunda Nepala.
Alþjóðasamfélagið og sér í lagi ríkari lönd á borð við Bretland sem hafa tryggt sér miklar birgðir af bóluefni þurfa að bregðast við neyðinni í Nepal svo hægt sé að klára bólusetningu þeirra sem eru í áhættuhópi í tæka tíð.
Sms félagar krefjast þess að bresk stjórnvöld sendi birgðir til Nepal svo hægt sé að bólusetja áhættuhópinn með seinni bólusetningu sinni.
