Condoleezza Rice samþykkti notkun vatnspyndinga árið 2002 samkvæmt upplýsingum sem Leyniþjónustunefnd Bandaríkjaþings birti nýverið. Þar kemur fram að hún gaf munnlegt samþykki sitt fyrir notkun leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) á þessari og öðrum harkalegri yfirheyrsluaðferðum til að yfirheyra Abu Zubaydah, sem grunaður var um aðild að al-Qaida.
Condoleezza Rice samþykkti notkun vatnspyndinga árið 2002 samkvæmt upplýsingum sem Leyniþjónustunefnd Bandaríkjaþings birti nýverið. Þar kemur fram að hún gaf munnlegt samþykki sitt fyrir notkun leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) á þessari og öðrum harkalegri yfirheyrsluaðferðum til að yfirheyra Abu Zubaydah, sem grunaður var um aðild að al-Qaida.
Samþykkið var bundið þeim skilyrðum að dómsmálaráðuneyti landsins úrskurðaði að yfirheyrsluaðferðirnar teldust lögmætar.
Amnesty International hefur lýst því yfir að þessar og aðrar upplýsingar sem birst hafa í tengslum við yfirheyrsluaðferðir Bandaríkjanna sýni þörfina á óháðri rannsóknarnefnd. Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur skipað fyrir um birtingu fjögurra leynilegra minnisblaða um samþykktir og notkun á harkalegri yfirheyrsluaðferðum og lýsti nýverið yfir að hann styðji rannsókn beggja flokka á Bandaríkjaþingi á yfirheyrsluaðferðum sem notaðar voru.
Vatnspyndingar – úr auglýsingu Amnesty International
Amnesty International fagnar stuðningi Bandaríkjaforseta. Birting svokallaðra „pyndingaminnisblaða“ var áfangasigur í baráttunni fyrir ábyrgð.
Barack Obama ýjaði einnig að því að ríkissaksóknari Bandaríkjanna myndi skera úr um hvort beri að ákæra þá sem skrifuðu lagarökin sem leyfðu þessar aðferðir.
Lengi hefur verið viðurkennt að pyndingar brjóti bæði í bága við landslög og alþjóðalög. Amnesty International fagnar því að Bandaríkjaforseti viðurkenni að þær varði lög en séu ekki einvörðungu pólitískt álitamál og hvetur til þess að allir þeir sem bera ábyrgð á pyndingum verðir dregnir til ábyrgðar.
Pyndingaminnisblöðin komu í kjölfar ítarlegrar skýrslu hermálanefndar Bandaríkjaþings þar sem lýst er beinum tengslum yfirheyrsluaðferða CIA og illri meðferð á fólki í varðhaldsvist í bandarískum fangelsum við Gvantanamó-flóa á Kúbu, í Afganistan og í Abu Graib fangelsinu í Írak.
Nýjar upplýsingar berast næstum daglega sem allar hníga í sömu átt: embættismenn bandarískra stjórnvalda fóru á svig við algjört bann við pyndingum og annarri grimmilegri, ómannúðlegri eða illri meðferð. Hversu mörg sönnunargögn þurfa að koma fram í dagsljósið til viðbótar áður en leiðtogar Bandaríkjanna bregðast við? Tími er til kominn að virða alþjóðalög og gera fólk ábyrgt fyrir gerðum sínum.
Amnesty International hvetur Barack Obama Bandaríkjaforseta til að koma sem fyrst á laggirnar óháðri rannsóknarnefnd sem hefur nægilegt vald og fjármagn til að rannsaka pyndingarnar til hlítar og birta opinbera skýrslu um pyndingar og illa meðferð á fólki sem hneppt var í varðhald í „stríðinu gegn hryðjuverkum“.
LESTU MEIRA
President Obama’s first 100 days: Latest news
Impunity for CIA torture is incompatible with USA’s international obligations (News, 17 April 2009)
Ireland’s offer to accept Guantánamo detainees must be matched (News, 20 March 2009)
Transparency on Bagram detentions needed from Obama administration (News, 10 March 2009)
