Yfirvöld í Aserbaídsjan verða að hætta atlögum sínum að fundafrelsi í landinu. Mótmæli í landinu hafa verið leyst upp með valdi í höfuðborginni, Bakú, og tugir handteknir.
Yfirvöld í Aserbaídsjan verða að hætta atlögum sínum að fundafrelsi í landinu. Mótmæli í landinu hafa verið leyst upp með valdi í höfuðborginni, Bakú, og tugir handteknir.
Nefndarmenn úr nefndinni sem skipulagði mótmælin segja að allt að 150 hafi verið handteknir þegar þeir reyndu að mótmæla.
Hundruð óeirðalögreglumanna söfnuðust saman í miðborg Bakú til að koma í veg fyrir mótmælin sem voru innblásin af atburðunum í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku og skipulögð af stjórnarandstöðunni á samskiptavefnum Facebook.
Lögregla lokaði öllum aðgönguleiðum að Brunntorgi, þar sem halda átti mótmælin, og notaði skildi og kylfur til að dreifa mannfjöldanum sem kom til að mótmæla, að því er baráttufólk á staðnum tjáði Amnesty International.
Lögreglumenn í einkennisbúningum hindruðu nokkra blaðamenn í að taka myndir og hrintu og spörkuðu í þá, en óeinkennisklæddir lögreglumenn yfirheyrðu baráttufólk fyrir mannréttindum sem reyndi að fylgjast með mótmælunum.
Ríkissjónvarpið í Aserbaídsjan fullyrti að mótmælin þann 2. apríl væru tilraun erlendra ríkja til að grafa undan stöðugleika í landinu. Ríkissjónvarpsstöðvar hafa einnig fullyrt víða í dagskrá sinni að notendur Facebook séu geðsjúkir.
Yfirvöld í Aserbaídsjan geta ekki haldið því fram að landið þróist í lýðræðisátt meðan þau ráðast kerfisbundið gegn fjöldahreyfingum og stjórnmálaöflum sem þeim mislíkar.
LESTU MEIRA
Repression of Azerbaijani activists intensifies ahead of protests
