Amnesty International hvetur til þess að gerð verði nákvæm og hlutlaus rannsókn á þyrluárás Bandaríkjahers í Írak þann 12. júlí 2007, en myndbandi af árásinni hefur verið lekið. Allt að tólf manns létust í árásinni, þeirra á meðal blaðamaður og bílstjóri hans.
Amnesty International hvetur til þess að gerð verði nákvæm og hlutlaus rannsókn á þyrluárás Bandaríkjahers í Írak þann 12. júlí 2007, en myndbandi af árásinni hefur verið lekið. Allt að tólf manns létust í árásinni, þeirra á meðal blaðamaður og bílstjóri hans.
Myndbandið birtist þann 5. apríl á Wikileaks. Það virðist sýna myndbandsupptöku úr herþyrlu og samtal þyrluflugmannanna um það bil sem þeir hófu skothríð á hóp manna sem voru á ferð á torgi í Bagdad. Tveir mannanna virðast vopnaðir.
Það sýnir einnig skotárás þyrlunnar á sendibíl sem kemur á staðinn, að því er virðist til að flytja særða og látna í burtu. Tvö börn særðust í árásinni.
Þetta ógnvekjandi myndband virðist sýna að eftir upphaflegu árásina hafi bandarískir hermenn skotið á fólk sem reyndi að koma særðum manni til bjargar og sært tvö börn og drepið nokkra til viðbótar.
Ekki er unnt að horfa á eða meta þessar óhugnanlegu myndir án þess að setja þær í samhengi við annað sem gerðist í nágrenninu.
Bandarísk yfirvöld verða koma með frekari upplýsingar eða upptökur sem gætu varpað ljósi á árásina og verða að ráðast í ítarlega rannsókn til að komast að því hvort að bandarískir hermenn hafi hegðað sér samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum og gætt þess að hlífa óbreyttum borgurum.
Amnesty International hvetur til þess að atburðirnir, sem teknir voru upp á myndband, verði rannsakaðir af óháðum aðilum og skaðabætur greiddar til fórnarlambanna.
Rannsókn bandarískra heryfirvalda var gerð. Niðurstaða hennar var að reglum um hernað hafi verið fylgt, þrátt fyrir að óbreyttir borgarar hafi verið meðal særðra og látinna.
Wikileaks sagði að meðal mannanna á torginu hafi verið ljósmyndari Reuters, Namir Noor-Eldeen, 22, og aðstoðarmaður hans og bílstjóri, Saeed Chmagh, 40, sem báðir féllu í árásinni.
