Ókeypis tónleikar í Hörpunni 3. mars!

Laugardaginn 3. mars heldur hljómsveitin Byzantine Silhouette tónleika í Hörpu (2. hæð) í samstarfi við Íslandsdeild Amnesty International, undir yfirskriftinni: Lykillinn að framtíð þeirra.

Laugardaginn 3. mars heldur hljómsveitin Byzantine Silhouette tónleika í Hörpu (2. hæð) í samstarfi við Íslandsdeild Amnesty International, undir yfirskriftinni: Lykillinn að framtíð þeirra.

Tónlist Byzantine Silhouette er litskrúðug, full af lífi, dulúð og tilfinningahita. Hún er undir sterkum áhrifum frá tónlist Róma-fólks á Balkanskaganum.

Með tónleikunum er vakin athygli á þeirri mismunun sem víða á sér stað í skólakerfi Slóvakíu. Hún rænir Róma-börn þeim lykli að framtíð þeirra sem menntun er og dæmir þau til lifa á jaðri samfélagsins og í vítahring fátæktar.

Tónleikarnir eru haldnir frá kl. 13 til 16 og er aðgangur ókeypis.

Hljómsveitina skipa valinkunnir hljóðfæraleikarar. Haukur Gröndal leikur á klarínett, Ásgeir Ásgeirsson leikur á tamboura, saz og bouzouki, Þorgrímur Jónsson á bassa og Erik Qvick á ásláttarhljóðfæri. Sérstakur gestur á tónleikunum verður búlgarski harmóníkuleikarinn Borislav Zgurovski.

Allir velkomnir – aðgangur ókeypis!