Opið fyrir umsóknir á norrænan ungliðafund í Svíþjóð

Á síðastliðnu ári var Norræna ungliðaráð Amnesty International stofnað og í því sitja tveir ungliðar frá Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð. Markmið ungliðaráðsins er að gefa ungu fólki vettvang til að kynnast hvert öðru, efla leiðtogahæfileika sína og hafa áhrif á mannréttindastarf Amnesty International á Norðurlöndunum. 

Þann 22.-25. ágúst næstkomandi býður Norræna ungliðaráðið fimm ungliðum frá Íslandi til fundar og vinnusmiðju í Svíþjóð. Tvö pláss hafa þegar verið fyllt af fulltrúum Íslandsdeildar í ráðinu, og eru því þrjú pláss laus til umsóknar. Íslandsdeild Amnesty International greiðir fyrir flug, samgöngur, gistingu og mat á meðan ferðinni stendur.   

Norræni fundurinn er ætlaður 18-24 ára gömlum ungliðum sem vilja hafa meiri áhrif innan Amnesty International. Þetta er einstakt tækifæri til að kynnast öðrum ungliðum frá Norðurlöndunum sem og deila þekkingu og reynslu í fallegu umhverfi Stokkhólms í Svíþjóð! 

Umsóknarfrestur er til 6. júní.

Hægt er að sækja um hér

Yfirskrift fundarins þetta árið er: Mannréttindaneyð á Gaza og í Palestínu

Þátttakendum gefst tækifæri til að: 

  • Fá dýpri innsýn í sögu og aðstæður í dag 
  • Deila reynslu og taka þátt í umræðum 
  • Spjalla við sérfræðinga og sérstaka gesti fundarins 
  • Skipuleggja mannréttindaaðgerð sem framkvæmd verður samtímis á öllum Norðurlöndunum 

Til að fræðast meira um Norræna ungliðaráðið má fylgjast með Instagram-reikningi ráðsins.

Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á meðlimi ráðsins: