Opið fyrir umsóknir á Sumarráðstefnu Amnesty 2020

Ráðstefnan fer fram á Laugarvatni dagana 16. – 19. júlí og verður haldin í Héraðsskólanum. Staðsetningin er frábær og náttúran yndisleg;  fjalllendi, Laugarvatn og græn svæði. Þátttakendum verður boðið í Fontana heilsulind þar sem er að finna potta og gufur við vatnið.

Sumarráðstefna ungliðahreyfingar Íslandsdeildar Amnesty International

Í júlí ár hvert koma saman fulltrúar ungliðahreyfinga Amnesty International á Norðurlöndunum sem brenna fyrir mannréttindi og betri heimi. Þar sem kórónuveirufaraldurinn kemur í veg fyrir að slík ráðstefna verði haldin erlendis í ár ætlar Íslandsdeild Amnesty að bjóða ungum aðgerðasinnum á sumarráðstefnu á Laugarvatni. Þetta verður án efa hápunktur ungliðastarfsins þetta sumarið og frábært tækifæri til að kynnast starfi Amnesty International, nýju fólki og sækja innblástur. Þátttakendur sitja  fyrirlestra, taka þátt í vinnusmiðjum og skipuleggja aðgerðastarf ungliðahreyfingarinnar.

Sumarráðstefna ungliðahreyfingar Íslandsdeildar Amnesty International

Í júlí ár hvert koma saman fulltrúar ungliðahreyfinga Amnesty International á Norðurlöndunum sem brenna fyrir mannréttindi og betri heimi. Þar sem kórónuveirufaraldurinn kemur í veg fyrir að slík ráðstefna verði haldin erlendis í ár ætlar Íslandsdeild Amnesty að bjóða ungum aðgerðasinnum á sumarráðstefnu á Laugarvatni. Þetta verður án efa hápunktur ungliðastarfsins þetta sumarið og frábært tækifæri til að kynnast starfi Amnesty International, nýju fólki og sækja innblástur. Þátttakendur sitja  fyrirlestra, taka þátt í vinnusmiðjum og skipuleggja aðgerðastarf ungliðahreyfingarinnar.

Þema ráðstefnunnar

Þema ráðstefnunnar er tjáningarfrelsið og fáum við góða gesti til þess að fjalla um það með okkur, veita okkur innblástur og hugmyndir fyrir aðgerðastarfið. Á meðal gesta verða:

  • Birgitta Jónsdóttir aðgerðasinni, skáld og stjórnmálakona
  • Sue Gollifer aðjúnkt við menntavísindasvið Háskóla Íslands
  • Herferðastýra og lögfræðilegur ráðgjafi Íslandsdeildar Amnesty International

Með þátttöku á sumarráðstefnunni færðu tækifæri til að dýpka þekkingu þína á aðgerðastarfi og efla þig sem aðgerðasinna, læra meira um tjáningarfrelsið og verða partur af frábærasta hópi landsins sem stendur vörð um mannréttindi með ýmsum hætti. Umsóknarfrestur er til 5. júní 2020.

Gagnlegar upplýsingar fyrir Sumarráðstefnuna 2020:

  • Þátttakendur eru á aldrinum 16 – 24 ára
  • Þátttakendur yngri en 18 ára þurfa samþykki foreldra og að skila inn leyfisbréfi
  • Þátttökugjald er 5.000 krónur en helmingurinn fæst endurgreiddur eftir þátttöku á ráðstefnunni
  • Innifalið í þátttökugjaldi eru ferðir til og frá Laugarvatni (frá Reykjavík), gisting og matur, ferð í Fontana, allar fræðslur og önnur dagskrá
  • Á ráðstefnunni er töluð íslenska og enska
  • Umsóknir skal senda á netfangið hera@amnesty.is
  • Hámark þátttakenda er 16
  • Ráðstefnan verður haldin 16. – 19. júlí 2020
  • Umsóknarfrestur er til 5. júní 2020