Opna húsinu frestað vegna veðurs!

Þar sem aftakaveðri er spáð á morgun, þriðjudaginn 10. desember, hefur Íslandsdeild Amnesty International ákveðið að færa opna húsið fyrir herferðina Þitt nafn bjargar lífi fram á fimmtudaginn 12. desember frá kl. 15 til 18.
Við vonumst til að sem flestir sjái sér fært að mæta til okkar á skrifstofu samtakanna að Þingholtsstræti 27, þriðju hæð og skrifa undir bréf til stjórnvalda vegna tíu mála ungmenna sem sæta grófum mannréttindabrotum.
Einnig gefst gestum kostur á að skrifa stuðningskveðjur til ungmennanna og fjölskyldna þeirra en stuðningskveðjurnar eru ekki síður mikilvægar í mannréttindabaráttunni þar sem þær veita þolendum mannréttindabrota styrk og fullvissu um að umheimurinn hafi ekki gleymt þeim.

Heitt verður á könnunni og kruðerí í boði.