Pakistan: Svöðvið brottvísanir flóttafólks frá Afganistan

Pakistönsk yfirvöld tilkynntu þann 3. október 2023 ákvörðun sína um að vísa óskráðu afgönsku flóttafólki úr landi fyrir 1. nóvember. Slík ákvörðun brýtur gegn alþjóðaskuldbindingum Pakistan.

Frá 1. nóvember hafa yfirvöld vísað afgönsku fólki úr landi og hert aðgerðir sínar gegn óskráðu afgönsku flóttafólki . Fólk, meðal annars börn, konur og eldra fólk,  hefur verið handtekið að geðþótta, sætt ólögmætri fangavista og fjölskyldur hafa verið aðskildar.

Yfirvöld hafa ekki leyft aðgang að varðhaldsstöð sem sett hefur verið upp sérstaklega vegna brottflutninga flóttafólks. Heimili flóttafólksins hafa einnig verið eyðilögð og lagt verið hald á eignir þess.

SMS-félagar krefjast þess að yfirvöld í Pakistan stöðvi tafarlaust brottvísanir, handtökur og árásir gegn afgönsku flóttafólki.

NANGARHAR, AFGANISTAN -Mynd: Hussain Ali/Anadolu via Getty Images