Pyndingar: sýning á myndinni Is torture a good idea?

Íslandsdeild Amnesty International og Hitt húsið efna til sýningar á myndinni „Is torture a good idea“ í Hinu húsinu við Pósthússtræti fimmtudaginn 13. desember kl.18.00.

Íslandsdeild Amnesty International og Hitt húsið efna til sýningar á myndinni „Is torture a good idea“ í Hinu húsinu við Pósthússtræti fimmtudaginn 13. desember kl.18.00. Jóhanna K. Eyjólfsdóttir framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International flytur stutta framsögu á undan sýningunni þar sem hún fjallar um áhrif hins svokallaða „stríðs gegn hryðjuverkum“ á mannréttindi.

Í myndinni fjallar mannréttindalögfræðingurinn Clive Stafford Smith um pyndingar, eðli þeirra og afleiðingar. Smith er m.a. lögfræðingur Richard Belmar og Moazzam Begg sem báðir hafa setið í fangabúðunum í Guantanamo. Hann ræðir bæði við pyndara og fórnarlömb þeirra í myndinni. Myndin hefur vakið mikla athygli um allan heim.

Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.

Frekari upplýsingar um heimildamyndina má sjá hér: http://freedocumentaries.org/film.php?id=54