Reykjavíkurmaraþon 2019

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram á Menningarnótt, þann 24. ágúst næstkomandi.

Eins og áður gefst hlaupurum kostur á að hlaupa til styrktar góðu málefni og fer áheitasöfnunin fram á www.hlaupastyrkur.is.

Við hvetjum ykkur sem ætlið að taka þátt til að hlaupa í nafni Amnesty og safna áheitum til styrktar mannréttindabaráttu um allan heim.

Við viljum enn fremur hvetja ykkur sem ekki ætlið að hlaupa til að benda hressum hlaupurum í kringum ykkur á þennan möguleika.

Nánari upplýsingar verða sendar út á þátttakendur þegar nær dregur maraþoninu.