Eins og áður gefst hlaupurum kostur á að hlaupa til styrktar góðu málefni og fer áheitasöfnunin fram á hlaupastyrkur.is.
Við hvetjum ykkur sem ætlið að taka þátt til að hlaupa í nafni Amnesty International og safna áheitum til styrktar mannréttindabaráttu um allan heim.
Við viljum enn fremur hvetja ykkur sem ekki ætlið að hlaupa til að benda hressum hlaupurum í kringum ykkur á þennan möguleika.
Hlaupum saman fyrir mannréttindi!
