Reykjavíkurmaraþonið fer fram 18. ágúst. Við verðum fyrir framan MR með varning fyrir þá sem hlaupa í nafni Amnesty á hlaupadag. Einnig verður hvatningarstöð við hlið Hamborgarabúllunnar þar sem hlauparar geta gripið með sér orkugjafa.
Kæru hlauparar.
Við óskum ykkur öllum góðs gengis þarnæsta laugardag þegar Reykjavíkurmaraþonið fer fram. Hér koma örfá praktísk atriði fyrir skráða hlaupara Amnesty:Ef þú vilt hlaupa með fyrirliðaband Amnesty og fá Amnesty bol að gjöf þá finnurðu okkur merkt Amnesty fyrir framan MR á laugardagsmorgninum fyrir hlaup. Heilt maraþon og hálft hefst kl. 08:40 og við verðum á svæðinu frá 08:10.Einnig verðum við með hvatningarstöð á Eiðisgranda við Grandaveg þar sem hlaupurum býðst orkustykki í boði Heilsu.is.
Gangi ykkur öllum sem allra best í undirbúningnum!
