Ríki heims verða að tryggja öflugan vopnaviðskiptasáttmála!

Búist er við að ríki heimsins muni koma sér saman og samþykkja alþjóðlegan vopnaviðskiptasáttmála á yfirstandandi ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna fyrir fimmtudaginn 28. mars 2013.

Búist er við að ríki heimsins muni koma sér saman og samþykkja alþjóðlegan vopnaviðskiptasáttmála á yfirstandandi ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna fyrir fimmtudaginn 28. mars 2013.

Alvarlegir ágallar eru á drögum að nýjum alþjóðlegum vopnaviðskiptasáttmála. Verði ekki gerðar breytingar mun áfram verða unnt að senda vopn til landa þar sem þau mætti nota til margvíslegra óhæfuverka.

Amnesty International hefur gert greiningu á drögunum og komist að þeirri niðurstöðu að þeim sé einnig ábótavant að öðru leyti, hvað varðar ákvæði um opinbera upplýsingagjöf ríkja um vopnaviðskipti sín og frekari breytingar á sáttmálanum.

Lokafrestur nálgast fyrir ríki heimsins til að samþykkja reglur sem koma í veg fyrir ólögmæt dráp, gróf brot og hörmungar sem fylgja hömlulitlum vopnaviðskiptum á alþjóðavettvangi. Stjórnvöld verða að bregðast við og gera lagfæringar á þeim drögum sem nú liggja fyrir.

Jákvætt er að í drögunum er að finna ákvæði til að hamla vopnaviðskiptum sem stuðla að þjóðarmorðum, glæpum gegn mannkyni og stríðsglæpum. Þau ákvæði má meðal annars þakka baráttu Amnesty International og annarra samtaka, sem við berjumst með.

En í núverandi drögum er ekki gert ráð fyrir að hömlur séu á vopnaviðskiptum til ríkja þar sem hægt að nota þau í skyndi- og geðþóttaaftökur, til þvingaðra mannshvarfa eða pyndinga, þegar skilyrðum þeim, sem ofan er lýst, er ekki fullnægt.

Auk þess myndu drögin heimila vopnaviðskipti, jafnvel þar sem um raunverulega hættu er að ræða á að vopnin séu notuð til stríðsglæpa eða grófra mannréttindabrota – að því gefnu að ríkið, sem vopnin selur, telji að vopnaviðskiptin stuðli að friði og öryggi.

Amnesty International hefur mörg dæmi um ítrekuð ofbeldisverk sem hafa hræðileg áhrif til langs tíma litið. Í Bangladess hafa sveitir á vegum stjórnvalda staðið fyrir ítrekuðum drápum, pyndingum og mannshvörfum. Á Filippseyjum stunda einkaherir fjöldamorð á íbúum, þar á meðal fjöldamorð á 60 íbúum Maguindinao í nóvember 2009. Í Gíneu voru yfir 150 óvopnaðir borgarar drepnir á velli í Conakry. Í Gvatemala er vopnað ofbeldi mikið og mikil aukning verið í sölu á smávopnum í landinu.

Ef vopnaviðskiptasáttmálinn á að vera trúverðugur og auka öryggi almennra borgara víða um heim verða aðildarríki Sameinuðu þjóðanna að bregðast við tafarlaust og tryggja heildstæðari sáttmála þannig að ríkisstjórnir muni aldrei geta stutt þá sem brjóta mannréttindi með því að fá þeim í hendur vopn til að myrða og pynda.

e�V �T� �~ypurpose of a global Arms Trade Treaty is to end the body bag approach – to nip armed violence in the bud and to prevent serious violations of human rights by cutting off the irresponsible arms supplies that fuel them,” said Wood. 

“If the final treaty is to pass the acid test of public credibility and deliver better security to the world’s population, UN Member States must act now to reach a more holistic approach to ensure governments never aid human rights abusers by giving them the means to murder and torture.”