Íslandsdeild Amnesty International stóð fyrir viðburði í Smáralind síðastliðinn laugardag til stuðnings Róma-börnum í Slóvakíu.
Íslandsdeild Amnesty International stóð fyrir viðburði í Smáralind síðastliðin laugardag til stuðnings Róma-börnum í Slóvakíu. Vegfarendur voru hvattir til að undirrita aðgerðakort þar sem skorað er á forsætisráðherra Slóvakíu að binda enda á aðskilnað Róma-barna í skólum landsins. Undirskriftasöfnunin gekk vonum framar en alls settu 452 einstaklingar nafn sitt á aðgerðakortin og sýndu þannig stuðning sinn við Róma-börn í verki. Alls hafa nú um 1.300 manns skrifað undir ákall til slóvakískra stjórnvalda vegna mannréttindabrota gegn Róma-börnum.
Deildin þakkar öllum þeim sem þátt tóku í aðgerðinni fyrir stuðninginn. Viðbragðshópi Íslandsdeildar Amnesty International er þakkað sérstaklega fyrir óeigingjarnt starf í þágu samtakanna og hljómsveitin Silhouette sem skipuð er Hauki Gröndal, Ásgeiri Ásgeirssyni er Róberti Þórhallsyni og Arik Qvick, á einnig miklar þakkir skilið fyrir að leika undurfagra sígaunatónlist í Smáralind.
